Framkvæmdaráð

4906. fundur 16. apríl 2004
84. fundur
16.04.2004 kl. 08:15 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Frávik frá fjárhagsáætlun 2003
2004020109
Farið yfir frávik frá fjárhagsáætlun 2003.
Sem lið í undirbúningi að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2006 til 2008 er sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að taka saman greinargerð um þá fjárhagsliði sem á grundvelli frávikagreiningarinnar þurfa að koma til sérstakrar skoðunar við áætlanagerðina.

Jakob Björnsson vék af fundi kl. 8:55

2 Steinefni til malbikunar 2004-2006
2004040040
Þriðjudaginn 6. apríl 2004 voru opnuð tilboð í ofangreint verk. Um er að ræða heildarverð fyrir öll árin.
Eitt tilboð barst og hefur það verið yfirfarið.
Arnarfell ehf.            kr. 28.908.000
Kostnaðaráætlun        kr. 27.800.000
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Arnarfell ehf.


3 Yfirfall 406 við Glerá - útboð
2004030001
Miðvikudaginn 14. apríl 2004 voru opnuð tilboð í ofangreint verk.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin og leiðrétt.
Virkni ehf.                kr. 16.729.212 123,9 %
Þ. J. verktakar ehf.   kr. 15.923.560 118,0 %
Völvusteinn ehf.        kr. 14.385.900 106,6 %
Fjölnir ehf.                kr. 14.639.178 108,4 %
Kostnaðaráætlun       kr. 13.500.000
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Völvustein ehf.

Jakob Björnsson, formaður mætti aftur á fund kl. 9:30.


Fundi slitið.