Framkvæmdaráð

4868. fundur 02. apríl 2004

Framkvæmdaráð - Fundargerð
83. fundur
02.04.2004 kl. 08:15 - 09:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Sláttur - þjónustusamningur 2004-2006 - útboð
2004020118
Tilboð voru opnuð föstudaginn 26. mars 2004 í grasslátt á svæði 1 sem er Innbær, Oddeyri og Neðri Brekka fyrir árin 2004-2006.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin og leiðrétt:
Ingólfur Jóhannsson            kr. 49.871.700 166.2 %
Hirðing ehf.                        kr. 26.948.748 89.8 %
Hirðing ehf. frávikstilboð I   kr. 25.903.350 86.0 %
Hirðing ehf. frávikstilboð II  kr. 22.694.112 75.0 %
Finnur ehf.                         kr. 19.663.500 65.0 %
ISS Ísland ehf.                   kr. 17.287.721 57.6 %
Þrif og þjónusta ehf.            kr. 26.106.000 86.8 %
Kostnaðaráætlun                 kr. 30.000.000
Tilboð frá ISS Ísland er ógilt þar sem einingaverð vantar í tilboðsskrá.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.


2 Nýtt erindisbréf
2004010072
Lagt fram nýtt erindisbréf fyrir framkvæmdaráð sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar
17. febrúar 2004.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að vinna tillögur að verklagsreglum vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda embættismanna.


3 Fjölskyldumat - gátlisti
2003060089
Lagður fram gátlisti dags. í mars 2004 vegna fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Starfsfólk Fasteigna Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið. Jafnréttisfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.


4 Afsláttarkort SVA - tillaga að breytingu
2003070033
Lagt fram minnisblað Stefáns Baldurssonar forstöðumanns SVA dags. 1. apríl 2004 um lækkun mánaðakorta úr kr. 4.500 í kr. 3.500 og þriggja mánaða korta úr kr. 10.500 í kr. 9.000.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu.


5 Bifreiðastæði neðan Samkomuhúss
2004040009
Bifreiðastæði neðan Samkomuhúss.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að farið verði í framkvæmdir við bílastæði neðan Samkomuhúss og að kostnaður greiðist úr Bifreiðastæðasjóði. Jafnframt er framkvæmdadeild falið að ljúka undirbúningi verksins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.