Framkvæmdaráð

4694. fundur 20. febrúar 2004

81. fundur
20.02.2004 kl. 08:15 - 09:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 SVA endurskoðun á skipulagi
2002100002
Lögð fram fundargerð vinnuhóps framkvæmdaráðs dags. 21. janúar 2004.
Framkvæmdaráð samþykkir áform vinnuhópsins um framhald og lok verkefnisins.


2 Sorphirðugjald
2003100034
Lögð fram greinargerð Guðmundar Sigvaldasonar verkefnastjóra dags. 17. febrúar 2004 um sorphirðugjald, sbr. fund framkvæmdaráðs 5. desember 2003. Guðmundur Sigvaldason sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu á grundvelli greinargerðarinnar.


3 Lystigarður - grasafræðingur
2002040112
Lagt fram minnisblað Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra dags. 17. febrúar 2004. Jón sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð heimilar sviðsstjóra í samvinnu við starfsmannaþjónustu að leita eftir ráðningu grasafræðings í hálft starf við Lystigarðinn.


4 Leiksvæði, greinargerð og kostnaðaráætlun
2003090037
Lögð fram greinargerð og kostnaðaráætlun Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra dags.
17. febrúar 2004, sbr. fund framkvæmdaráðs 7. mars 2003. Jón Birgir sat fundinn undir þessum lið.
Verkefnastjóra er falið að vinna frekari forgangsröðun viðhaldsverkefna á grundvelli greinargerðarinnar. Forgangsröðunin verði unnin í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið og lögð fyrir að nýju við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2006 til 2008.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.