Framkvæmdaráð

4661. fundur 06. febrúar 2004

80. fundur
06.02.2004 kl. 08:15 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Þriggja ára áætlun 2005-2007
2003110070
Tekin fyrir að nýju þriggja ára áætlun tækni- og umhverfissviðs. Fram var lögð greinargerð sviðsstjóra og deildarstjóra sviðsins dags. 5. febrúar 2004 og minnisblað forstöðumanns SVA dags. 4. febrúar 2004.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að ganga frá greinargerðinni í samræmi við umræður á fundinum og senda hana sem niðurstöðu umfjöllunar ráðsins um þriggja ára áætlun viðkomandi málaflokka til bæjarráðs.


2 Afsláttarkort SVA - tillaga
2003070033
Lagt fram minnisblað Stefáns Baldurssonar forstöðumanns SVA dags. 2. febrúar 2004, þar sem lagt er til að taka upp 30 daga afsláttarkort annars vegar og 3 mánaða kort hins vegar.
Framkvæmdaráð heimilar forstöðumanni SVA að hefja sölu afsláttarkorta fyrir notendur SVA. Um er að ræða tvennskonar handhafakort.
a) Kort með gildistíma í einn mánuð á kr. 4.500.
b) Kort með gildistíma í þrjá mánuði á kr. 10.500.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.