Framkvæmdaráð

4640. fundur 30. janúar 2004

79. fundur
30.01.2004 kl. 08:15 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Gjaldskrá vegna búfjáreftirlits - tillaga
2000100028
Lagt fram minnisblað/tillaga Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra dags. 23. janúar 2004. Lagt er til að gjaldskrá vegna sértækra aðgerða búfjáreftirlits á grundvelli 9., 15. og 16. gr. laga um búfjárhald nr. 103/2002 verði:
Tímagjald útseldrar vinnu kr. 5.000 pr. klst.
Akstursgjald verði innheimt skv. auglýsingu ferðakostnaðarnefndar ríkisskattstjóra
um akstursgjald á hverjum tíma.
Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.


2 Mýrarvegur 111 - jarðvatn
2004010075
Lagt fram endurrit úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. og 26. janúar 2004, bréf framkvæmdadeildar dags. 23. janúar 2004 til íbúa Mýrarvegs 111 og minnisblað framkvæmdadeildar dags. 27. janúar 2004.
Með vísun í byggingarreglugerð, skipulagsskilmála lóðarinnar, reglugerð um fráveitu á Akureyri
nr. 87/1990 og minnisblað framkvæmdadeildar, þá er ljóst að fráveita frá Mýrarvegi 111 er á ábyrgð og kostnað lóðarhafa (húseiganda). Ósk um aðkomu Akureyrarbæjar að hugsanlegum úrbótum er því hafnað.3 Þriggja ára áætlun 2005-2007
2003110070
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar. Lögð fram minnisblöð deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 29. janúar 2004, slökkviliðsstjóra dags. 29. janúar 2004 og forstöðumanns SVA dags. 28. janúar 2004.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.