Framkvæmdaráð

4545. fundur 19. desember 2003

78. fundur
19.12.2003 kl. 08:15 - 09:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Bílastæði austan Samkomuhúss
2003020012
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna bílastæða, gönguleiða og aðkomu að Samkomuhúsi.
Framkvæmdadeild falið að fullvinna bílastæðin fyrir neðan Samkomuhús til útboðs ásamt kostnaðar- og verkáætlun.


2 Sjúkraflutningar - endurnýjun samnings
2003120043
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 18. desember 2003 vegna endurnýjunar á samningi við heilbrigðisráðuneytið, en gildandi samningur rennur út 31.desember nk.
Framkvæmdaráð samþykkir að gildandi samningi við heilbrigðisráðuneytið dags. 29. desember 1998 verði sagt upp frá og með 31. desember 2003 í samræmi við uppsagnarákvæði samningsins. Sviðsstjóra tæki- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra er falið að taka upp viðræður við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins og gerð nýs samnings. Við samningsgerðina skal lögð sérstök áhersla á að ná fram leiðréttingum vegna breyttra kjarasamninga og aukinna krafna um menntun. Þá skal í nýjum samningi lögð áhersla á að íbúum svæðisins verði áfram tryggð þjónusta sem jafnast á við þá sem veitt er á öðrum stærri þéttbýlissvæðum á landinu.


3 Skjaldarvík - reiðleiðir
2003120013
Hestamannafélagið Léttir óskar með bréfum sínum dags. 2. og 17. desember 2003 heimildar Akureyrarbæjar að leggja reiðleið í gegnum land Akureyrarbæjar í Skjaldarvík, annars vegar meðfram þjóðvegi og hins vegar meðfram ströndinni skv. uppdrætti sem lagður var fram á fundinum.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að semja við bréfritara. Ekk er gert ráð fyrir að samþykkt þessi hafi í för með sér kostnað fyrir Akureyrarbæ.

Fundi slitið.