Framkvæmdaráð

4500. fundur 05. desember 2003

77. fundur
05.12.2003 kl. 08:15 - 09:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Erindisbréf fyrir nefndir endursamin
2003080052
Tekin fyrir að nýju drög að erindisbréfi fyrir framkvæmdaráð dags. 1. desember 2003.
Framkvæmdaráð samþykkir drögin og vísar þeim til stjórnsýslunefndar.


2 Fjárhagsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2004
2003070033
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2004 sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akureyrar 18. nóvember 2003.
Framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi beytingar verði gerðar á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2004 fyrir eftirtalda málaflokka:

Liður Breyting
06 Leikvellir, unglingavinna og sumarvinna fatlaðra         - 1.000
06-111 Lagt til að liðurinn leikvellir verði lækkaður um     - 1.000

07 Slökkvilið                                                                 - 4.000
07-211-3 Þjónustukaup                                                  - 1.900
07-214-4 Viðhald áhalda og muna                                   - 1.800
07-215-4 Viðhald flugvallarbúnaðar                                 -    300

08 Hreinlætismál                                                           - 7.000
080 Hækkun pokagjalds                                                 - 6.300
Hækkun fyrirtækjasorps úr 2,25 í 2,50                            -    700

11 Umhverfismál                                                             3.500
Framkvæmdir óskipt (sjá framkvæmdalista)                      3.500

13 Fjallskil, tjaldsvæði og sumarvinna 16 ára                   - 6.000
13-316 Átaksverkefni skólafólks 17-25 ára                      - 3.000
13-325 Átaksverkefni 16 ára                                          - 3.000

Samtals                                                                      - 14.0003 Stoðveggur við Ketilhús - útboð
2003030005
Miðvikudaginn 19. nóvember 2003 voru opnuð tilboð í verkið ,,Stoðveggur vestan Ketilhúss"
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

Völvusteinn ehf.                kr. 3.725.590 87,9 %
Árnes ehf.                        kr. 4.985.725 117,6 %

Kostnaðaráætlun hönnuða  kr. 4.239.150
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Völvustein ehf.


4 Sorphirðugjald
2003100034
Tekin fyrir bókun náttúruverndarnefndar frá 16. október 2003 þar sem því er beint til framkvæmdaráðs að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorphirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur.
Í tillefni af bókun náttúruverndarnefndar dags. 16. október 2003 leggur Valgerður H. Bjarnadóttir fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að á árinu 2004 verði unnið að undirbúningi skipulagðrar flokkunar og endurvinnslu sorps, í því augnamiði að minnka sem frekast er unnt þann úrgang sem fer til urðunar. Sérstök áhersla skal í byrjun lögð á fyrirtæki og stofnanir í eigu Akureyrarbæjar, en stefnt skal að því, að á næstu þremur árum náist einnig að koma á almennri flokkun á heimilum. Til verksins verði áætluð sérstök fjárveiting 2004, að lágmarki ein og hálf milljón."
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að leggja fram áætlun um hvernig að slíkum undirbúningi verði staðið.5 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
Tekin fyrir bókun náttúruverndarnefndar frá 16. október 2003 þar sem því er beint til framkvæmdaráðs að á árinu 2004 verði veitt fé til framkvæmda í Krossanesborgum.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að gera áætlun um hvernig staðið verður að skipulagi og framkvæmdum í Krossanesborgum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.