Framkvæmdaráð

4464. fundur 14. nóvember 2003

76. fundur
14.11.2003 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Gerður Jónsdóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Erindisbréf fyrir framkvæmdaráð - drög
2003080052
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir framkvæmdaráð dags. 12. nóvember 2003.
Afgreiðslu frestað.


2 Fjárhags- og starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2004
2003070033
Tekin fyrir að nýju starfsáætlun framkvæmdaráðs, sbr. 70. fund framkvæmdaráðs 25. ágúst 2003.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomna starfsáætlun fyrir árið 2004 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Þegar hér var komið vék Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir af fundi.

3 Aðalstræti við Minjasafn - útboð
2003040056
Miðvikudaginn 5. nóvember 2003 voru opnuð tilboð í verkið ,,Aðalstræti endurbygging við Minjasafn".
Eftirtalin tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

GV Gröfur ehf.       kr. 12.042.100 121,8 %
G. Hjálmarsson hf. kr. 11.794.000 119,3 %

Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 9.889.950

Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.

4 Fjárhags- og starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2003
2002070056
Gerð grein fyrir umframkostnaði í málaflokki 11, jólaskreytingar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.