Framkvæmdaráð

4432. fundur 31. október 2003

75. fundur
31.10.2003 kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Eignasjóður gatna - eignfærð fjárfesting 2004
2003070033
Tekin fyrir að nýju gögn um framkvæmdir árin 2004-2006.
Framkvæmdaráð samþykkir kr. 230.000.000 til gatnaframkvæmda árið 2004 skv. fyrirliggjandi framkvæmdalista dags. 31. október 2003.
Jafnframt leggur framkvæmdaráð til að veitt verði fjárveiting að upphæð kr. 16.000.000 sem skiptist á milli áranna 2004 og 2005 til kaupa á nýrri slökkvibifreið og sölu á eldri bifreið, sbr. 1. lið fundargerðar framkvæmdaráðs 17. október sl.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.2 Fráveita Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2004
2003070033
Tekin fyrir að nýju gögn um framkvæmdir árin 2004-2007.
Framkvæmdaráð samþykkir kr. 100.000.000 til framkvæmda árið 2004 og að auki kr. 15.000.000 vegna endurgreiðslu fráveitunefndar umhverfisráðuneytisins skv. fyrirliggjandi framkvæmdalista dags. 31. október 2003.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.3 Umhverfismál 2004
2003070033
Tekin fyrir að nýju gögn um framkvæmdir 2004.
Framkvæmdaráð samþykkir kr. 25.000.000 til framkvæmda árið 2004 skv. fyrirliggjandi framkvæmdalista dags. 31. október 2003.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.


4 Stoðveggur við Ketilhús - útboð
2003030005
Miðvikudaginn 22. október 2003 voru opnuð tilboð í verkið "Stoðveggur vestan Ketilhúss".
Engin tilboð bárust.
Framkvæmdadeild falið að bjóða verkið út aftur þannig að framkvæmdatími verði lengdur
til 1. maí 2004.5 Sökkræsi undir Glerá - útboð
2003070032
Þriðjudaginn 28. október 2003 voru opnuð tilboð í verkið "Fráveita og stígar við Glerá".
Eftirtalin tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
GV Gröfur ehf. kr. 13.992.900 87,5 %
G. Hjálmarsson hf. kr. 13.070.000 81,7 %
Bæjarverk ehf. kr. 9.756.790 61,0%
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 16.000.000.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Bæjarverk ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Bæjarverk ehf.


6 Framkvæmdamiðstöð - endurnýjun tækja og áhalda
2003110013
Tekin fyrir endurnýjun áhalda og tækja í Framkvæmdamiðstöð, en skv. þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir endurnýjun áhalda og tækja fyrir kr. 5.000.000.
Framkvæmdaráð samþykkir kr. 5.000.000 til endurnýjunar áhalda og tækja í Framkvæmdamiðstöð.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.