Framkvæmdaráð

4111. fundur 20. júní 2003

68. fundur
20.06.2003 kl. 08:15 - 09:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Lystigarður aðkoma 2. áfangi - útboð
2003020102
Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 28. maí 2003 í verkið ,,Stoðveggur við inngang í Lystigarð Akureyrar".
Eftirfarandi tilboð barst og hefur það verið yfirfarið:
Völvusteinn ehf.kr. 3.487.435102,9%
Kostnaðaráætlunkr. 3.390.770
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Völvustein ehf.


2 Samningur um búfjáreftirlit
2000100028
Lagður fram samningur um sérfræðiþjónustu milli Búnaðarsambands Eyjafjarðar og búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, ásamt fundargerðum 3. og 4. fundar stjórnar búfjáreftirlits. Jón Birgir Gunnlaugsson mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við samninginn, en óskar endurskoðunar á kostnaðarskiptingu vegna aksturskostnaðar á Akureyri.


3 Önnur mál
Rætt um stoðvegg við Ketilhús, framkvæmdir í göngugötu og opnunartíma tjaldstæðis við Þórunnarstræti.
Að fundi loknum var farið í ferð um bæinn og helstu framkvæmdir skoðaðar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.