Framkvæmdaráð

4225. fundur 15. ágúst 2003

69. fundur
15.08.2003 kl. 08:15 - 09:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þóra Ákadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 Gata að rannsóknarhúsi HA - gatnagerð og lagnir, útboð
2002070040
Tilboð voru opnuð mánudaginn 30. júní 2003 í verkið ,,Safngata á lóð HA, gatnagerð og lagnir".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

G. Hjálmarsson hf.kr. 11.446.000100,4 %
Dalverk ehf.kr. 13.977.800122,6 %
Kostnaðaráætlunkr. 11.400.000
Framkvæmdaráð samþykkir samning við lægstbjóðanda.


2 30 km hverfi - Norðurbrekka, útboð
2003060074
Fimmtudaginn 31. júlí 2003 voru opnuð tilboð í ofangreint verk.
Eftirtalin tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

Finnur ehf.kr. 3.493.90085.4 %
Girðingaþjónustan ehf.kr. 3.561.850 87.1 %
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 4.087.300

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.


3 Samningur um búfjáreftirlit
2000100028
Lagt fram bréf frá stjórn búfjáreftirlitsnefndar varðandi samning um búfjáreftirlit á svæði 18, dags. 28. júlí 2003.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.


4 Fjárhags- og starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2003
2002070056
Lagt fram yfirlit yfir kostnað við rekstur og framkvæmdir á vegum framkvæmdadeildar dags.
10. ágúst 2003. Einnig verður farið yfir starfsáætlun 2003.
Lagt fram til kynningar.

Jakob Björnsson, formaður og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir viku af fundi kl. 09:00.


5 Fjárhags- og starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2004
2003070033
Farið yfir tímasetningar við vinnu að gerð fjárhags- og starfsáætlunar tækni- og umhverfissviðs fyrir árið 2004.
Vinnufundir verða mánudaginn 25. ágúst nk. kl. 08.15 vegna starfsáætlunar og föstudaginn 29. ágúst nk. þar sem lögð verða fram drög að fjárhagsáætlun.


6 Önnur mál
Gerð grein fyrir umsókn um styrk vegna samvinnu slökkviliða á Eyjafjarðarsvæðinu um bruna- og mengunarvarnir.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.