Framkvæmdaráð

4010. fundur 23. maí 2003

67. fundur
23.05.2003 kl. 09:20 - 10:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Naustahverfi 2. áfangi - gatnagerð og lagnir, útboð
2003050040
Tilboð voru opnuð föstudaginn 2. maí 2003 í verkið ,,Naustahverfi 2. áfangi".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

%

G.V. Gröfur ehf.kr. 77.436.690

97,3

G. Hjálmarsson hf.kr. 83.317.000

104,7

Trukkar og tæki ehf.kr. 83.604.450

105,0

Dalverk ehf.kr. 99.111.000

124,5

Kostnaðaráætlunkr. 79.596.110
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.


2 Síðubraut - gatnagerð og lagnir, útboð
2003050041
Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 6. maí 2003 í verkið ,,Síðubraut 1. áfangi, gatnagerð og lagnir" .
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

%

G.V. Gröfur ehf.kr. 56.433.500

107,9

G. Hjálmarsson hf.kr. 54.759.825

104,7

Trukkar og tæki ehf.kr. 38.080.150

72,8

Dalverk ehf.kr. 52.536.600

100,5

Hafnarverktakar ehf.kr. 43.877.100

83,9

Hafnarverktakar ehf. frávikstilboðkr. 39.987.100

76,5

Kostnaðaráætlun kr. 52.300.000

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Trukka og tæki ehf.


3 Skógrækt norðan Glerár
2003050043
Lagt fram minnisblað og uppdrættir verkefnastjóra umhverfismála vegna hugmynda um skógrækt norðan Glerár. Gert er ráð fyrir að á þessu og næsta ári verði unnin framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Lagt er til að hefja framkvæmdir við skógrækt norðan Glerár á þessu ári.
Framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði á þessu ári útplöntun skógarplantna á afmörkuðu svæði norðan Glerár. Svæðið er tilgreint á hjálögðum uppdrætti og kallast þar Kollugerðis- og Rangárskógar. Kostnaður við verkið rúmast innan gildandi þjónustusamnings milli Akureyrarbæjar og Skógræktarfélagsins.
Jafnframt samþykkir ráðið að Skógræktarfélagi Eyfirðinga verði falið að fullvinna skipulagstillögu af skógræktarsvæðinu ásamt kostnaðaráætlun og verði þeirri vinnu lokið á næsta ári.4 Sorpáætlun fyrir Eyjafjörð - 2003-2006
2003040072
Erindi dags. 8. apríl 2003 frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. þar sem óskað er eftir áliti Akureyrarbæjar á skipulagi sorphirðu og -förgunar í Eyjafirði, meginlínum og sorpáætlun fyrir Eyjafjörð 2003-2006 (uppkast). Guðmundur Sigvaldason gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.


5 Hamar - frágangur umhverfis
2003050044
Lagðar fram hugmyndir um gerð göngustíga að Hamri frá Borgarhlíð og endurgerð svæðisins á milli göngustígs og að fjölbýlishúsum við Borgarhlíð, ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkið. Kostnaðaráætlun nemur 5.2 milljónum króna.
Framkvæmdaráð vísar verkinu til gerðar framkvæmdaáætlunar ársins 2004. Framkvæmdadeild er þó falið að leita leiða til að hefja framkvæmdir til þurrkunar svæðisins á þessu ári, rúmist kostnaður innan fjárhagsramma ársins.


6 Hafnarstræti, Samkomuhús - framkvæmdir 2003
2003020012
Lagðar fram hugmyndir um gerð bílastæða fyrir neðan Leikhúsið ásamt tengingu þar á milli.
Lagt fram til kynningar.


7 Miðbær Akureyrar - umferðarmál og fleira
2000040027
Erindi Ragnars Sverrissonar sbr. 4. lið í fundargerð frá viðtalstímum bæjarfulltrúa dags. 7. apríl 2003 varðandi málefni Miðbæjar Akureyrar og óskir um að framkvæmdir í norðurhluta Miðbæjar verði settar inni í framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð bendir á að forsendur fyrir breyttum umferðartengingum í norðurhluta Miðbæjar, samkvæmt gildandi skipulagi eru endurgerð gatnamóta Glerárgötu og Grænugötu og umferðarljós á þau gatnamót. Framkvæmd þessi er á verksviði og ábyrgð Vegagerðarinnar. Af hálfu Akureyrarbæjar mun áfram lögð áhersla á að Vegagerðin ráðist í framkvæmdir sem allra fyrst.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.