Framkvæmdaráð

3879. fundur 04. apríl 2003

Framkvæmdaráð - Fundargerð
65. fundur
04.04.2003 kl. 08:15 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Slökkvilið Akureyrar - endurskipulagning
2002090061
Slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um breytt vaktafyrirkomulag og aukna samnýtingu flugvallarslökkviliðs og varðstofu við Árstíg.
Framkvæmdaráð fellst á hugmyndir slökkviliðsstjóra enda eru þær í samræmi við áður gerða áætlun um endurskipulagningu liðsins.


2 Tækni og umhverfissvið - Ársskýrsla 2002
2003030127
Lögð fram ársskýrsla fyrir starfsemina 2002.
Lagt fram til kynningar.


3 Slökkvistöð við flugvöll
2000110096
Formaður og sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerðu grein fyrir málinu sbr. síðasta fund.
Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 3. apríl 2003.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti, að ekki verði ráðist í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem hýsa mundi slökkvilið Akureyrar og flugvallarslökkviliðið á sama stað. Um væri að ræða fjárfestingu fyrir a.m.k. 240 milljónir króna skv. frumáætlun. Á móti yrði núverandi slökkvistöð seld og telur ráðið að áætlað söluverð þeirrar eignar sé ofmetið í áætluninni. Ráðið telur því mikla óvissu um fjárhagslegan ávinning af tilkomu umræddrar nýbyggingar, þar sem núverandi húsnæði slökkviliðsins er vel staðsett gagnvart þjónustu við íbúana. Auk þess er húsið í góðu ástandi og uppfyllir þær kröfur og þarfir sem gerðar eru fyrir starfsemina og því ekki verjandi að ráðast í nýbyggingu.


4 Beitarlönd - leigusamningar
2003020093
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Léttis, sbr. 63. fund framkvæmdaráðs 7. mars 2003.
Framkvæmdaráð fellst á breytingartillögu stjórnar Hestamannafélagsins Léttis um afnotatíma beitarhólfa og heimilar uppsagnir núgildandi samninga um beitarhólf og gerð nýrra á grundvelli tillagna verkefnastjóra umhverfismála dags. 18. febrúar 2003.


5 Geislagata - framkvæmdir 2003, útboð
2003030161
Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 3. apríl 2003 í verkið ,,Geislagata, endurbygging".
Eftirfarandi tilboð bárust sem hafa verið yfirfarin:

G. Hjálmarsson hf.8.329.500113,3 %
Trukkar og tæki ehf.7.274.100100,1 %
G.V. Gröfur ehf. 6.883.70094,7 %
Hafnarverktakar ehf.12.979.500178,5 %
Kostnaðaráætlun hönnuða7.270.000

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.


6 Grenilundur og Bjarkarlundur - 2003, útboð
2003020056
Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 3. apríl 2003 í verkið ,,Bjarkarlundur og Grenilundur".
Eftirfarandi tilboð bárust sem hafa verið yfirfarin:
G. Hjálmarsson hf. 20.798.08091,4 %
Trukkar og tæki ehf.23.363.668102,7 %
G.V. Gröfur ehf.25.607.370112,5 %
Hafnarverktakar ehf.23.770.720104,5 %
Kostnaðaráætlun hönnuða22.757.436

Hlutur gatnagerðar og fráveitu í tilboð G. Hjálmarssonar hf. er kr. 15.089.500.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.