Framkvæmdaráð

3851. fundur 21. mars 2003

64. fundur
21.03.2003 kl. 08:15 - 10:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Sumarvinna unglinga og fatlaðra 2003
2003030089
Lagt fram bréf forstöðumanns framkvæmdamiðstöðvar dags. 11. mars 2003 þar sem gerð er grein fyrir fjárvöntun vegna sumarvinnu unglinga, unglingavinnu og sumarvinnu fatlaðra.
Framkvæmdaráð leggur til að ráðning 14, 15 og 16 ára unglinga og fatlaðra í sumarvinnu hjá Akureyrarbæ á árinu 2003 verði með sama hætti og undanfarin ár og vinnumagn í hverjum aldurshópi það sama. Varðandi hugsanlega aukafjárþörf er vísað til ofangreinds bréfs forstöðumanns framkvæmdamiðstöðvar.


2 Sláttur - þjónustusamningar 2003-2005, útboð
2002120083
Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 19. mars 2003 í grasslátt í Glerárhverfi 2003-2005.
Eftirfarandi tilboð bárust fyrir öll þrjú árin í heild, sem hafa verið yfirfarin og leiðrétt:

Finnur Aðalbjörnssonkr. 36.719.952
Garðlist ehf. kr. 49.617.960
Hirðing ehf. kr. 59.557.704
Kristinn E. Gunnarsson kr. 24.846.600
Monstro ehf. kr. 37.247.736
Trukkar og tæki ehf. kr. 33.670.119
Þrif og þjónusta ehf.kr. 17.648.340

Einnig barst frávikstilboð frá Hirðingu ehf. sem breytir ekki röðun bjóðenda.
Kostnaðaráætlun var kr. 22.462.476.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Þrif og þjónustu ehf.


3 Slökkvistöð við flugvöll
2000110096
Hugsanleg bygging slökkvistöðvar með flugmálastjórn við Akureyrarflugvöll. Meðfylgjandi er greinargerð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs varðandi nýbyggingu slökkvistöðvar.
Greinargerðin var áður á dagskrá framkvæmdaráðs 19. apríl 2002
Sigurður Hermannsson stöðvarstjóri FMS á Akureyri og Erling Þ. Júlínusson slökkviliðsstjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissvið og formanni að vinna að málinu milli funda.


4 Fráveitumál
2003020084
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti skýrslu sem lögð var fram á ráðstefnu 7. mars 2003 og gerði grein fyrir stöðu fráveitumála á Akureyri.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.