Framkvæmdaráð

3808. fundur 07. mars 2003
63. fundur
07.03.2003 kl. 08:15 - 08:57
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari
1 Opin leiksvæði
2003010011
Lögð fram Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim dags. 27. desember 2002.
Framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að fullvinna greinargerð um þær aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera vegna gildistöku hinnar nýju reglugerðar. Greinargerðinni fylgi forgangsraðaður verkefnalisti ásamt tímasettri kostnaðar- og verkáætlun.


2 Beitarlönd, leigusamningar
2003020093
Minnisblað Jóns Birgis Gunnlaugssonar dags. 18. febrúar 2003 varðandi uppsagnir á beitarlöndum vegna breytinga á leigusamningum.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og felur verkefnastjóra umhverfismála, að leita umsagnar stjórnar Hestamannafélagsins Léttis um fyrirhugaðar breytingar.


3 Stoðveggur við Ketilhús
2003030005
Minnisblað Jóns Birgis Gunnlaugssonar dags. 4. mars 2003 um kostnað við stoðvegg við Ketilhús.
Framkvæmdaráð leggur til við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að veitt verði heimild fyrir framkvæmdinni.


4 Ferlibifreið aukafjárveiting
2003030006
Minnisblað Stefáns Baldurssonar dags. 10. febrúar 2003 um aukafjárveitingu til kaupa á bifreið fyrir ferliþjónustuna.
Framkvæmdaráð heimilar forstöðumanni SVA kaup á nauðsynlegri verkstæðisvinnu við standsetningu nýrrar bifreiðar fyrir ferliþjónustu. Kostnaði við verkið, sem samkvæmt minnisblaði forstöðmannsins dags. 10. febrúar 2003 er áætlaður kr. 400.000 er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5 Önnur mál
Starfsáætlun fyrir tækni- og umhverfissviðs 2003 lögð fram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.