Framkvæmdaráð

3735. fundur 07. febrúar 2003
62. fundur
07.02.2003 kl. 08:15 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Jón Erlendsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari
1 Útboðsferli - athugasemdir
2003010055
4. liðum í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003 sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs á fundi sínum 16. janúar sl., þar sem gerðar eru athugasemdir við útboðsferli.
Framkvæmdaráð felur bæjarverkfræðingi að svara erindinu.


2 Hafnarstræti samkomuhús - framkvæmdir 2003
2003020012
Framkvæmdum var frestað á síðasta ári en jafnframt var ákveðið að bjóða þær út aftur á þessu ári á nýjum forsendum.
Framkvæmaráð felur bæjarverkfræðingi að undirbúa útboð verksins að nýju. Einnig að kanna samstarf við Fasteignir Akureyrarbæjar vegna annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru við Samkomuhúsið.
Þá er bæjarverkfræðingi falið að láta framkvæma deiliskipulag á svæðinu vegna frágangs bifreiðastæða og aðkomu frá þeim að Samkomuhúsinu.3 Hafnarstræti göngugata - framkvæmdir 2003
2003020013
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Framkvæmdaráð felur bæjarverkfræðingi að leggja fram verk- og kostnaðaráætlun um framkvæmdir í samræmi við umræður á fundinum.


4 Framkvæmdir 2003
2003020014
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.


5 Slökkvilið - ráðning slökkviliðsstjóra
2003010111
Til fundarins mættu undir þessum lið nýráðinn slökkviliðsstjóri Erling Þór Júlínusson og fráfarandi slökkviliðsstjóri Tómas Búi Böðvarsson.
Framkvæmdaráð býður Erling Þór velkominn til starfa og þakkar jafnframt Tómasi Búa störf hans á löngum og farsælum ferli hjá slökkviliði Akureyrar og óskar honum velfarnaðar í öðrum trúnaðarstörfum hjá Akureyrarbæ.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.