Framkvæmdaráð

4365. fundur 03. október 2003

73. fundur
03.10.2003 kl. 08:15 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þóra Ákadóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Þórarinn B. Jónsson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari

1 SVA - endurskoðun á skipulagi
2002100002
Lögð fram áfangaskýrsla vinnuhóps um endurskoðun SVA um stöðu mála og þau verkefni sem unnin verða á næstu mánuðum.
Framkvæmdaráð felur vinnuhópi að halda áfram vinnu á grundvelli skýrslunnar og óskar eftir að hún verði send bæjarfulltrúum.


2 Slökkvilið Akureyrar - ráðning aðstoðarslökkviliðsstjóra - athugasemdir félagsmálaráðuneytisins
2003020034
Kynntur úrskurður félagsmálaráðuneytisins dags. 9. september 2003 þar sem ráðning í starf slökkviliðsstjóra er metin gild en að enn sem komið er hafi ekki verið tekin lögformleg endanleg ákvörðun um ráðningu aðstoðarslökkviliðsstjóra. Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um ábyrgðarmörk stjórnenda og pólitískra fulltrúa skal slökkviliðsstjóri sem forstöðumaður ráða undirmenn sína, þ.m.t. aðstoðarslökkviliðsstjóra. Hins vegar segir í 1. mgr. 15. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 að sveitarstjórn ráði slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Með vísan til ákvæðisins telur ráðuneytið að slökkviliðsstjóra hafi brostið vald til að taka endanlega ákvörðun um ráðningu aðstoðarslökkviliðsstjóra. Þegar af þeirri ástæðu taldi ráðuneytið ekki forsendur til að taka kröfur kæranda til greina og vísaði þeim kærulið frá ráðuneytinu en beinir því til Akureyrarbæjar að ákvörðun um ráðningu verði tekin af til þess bærum aðila innan stjórnkerfisins.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að hún staðfesti ráðningu Ingimars Eydal í starf aðstoðarslökkviliðsstjóra.


3 Slökkvilið Akureyrar - kaup á nýjum dælubíl
2003090102
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 30. september 2003 um hugsanleg kaup á nýjum dælubíl. Erling Þór Júlínusson mætti á fundin undir þessum lið.
Framkvæmdaráð felur slökkviliðsstjóra að vinna frekari upplýsingar um kaup á nýjum bíl í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið.