Framkvæmdaráð

3689. fundur 17. janúar 2003

60. fundur
17.01.2003 kl. 08:15 - 09:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varafornaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2003
2002090059
Lagðar fram starfsáætlanir framkvæmdaráðs fyrir árið 2003:
a) Framkvæmdadeild.
b) Brunavarnir og eldvarnaeftirlit.
c) SVA.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða áætlun með áorðnum breytingum í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar.


2 Slökkvilið Akureyrar - greinagerð Heimis Gunnarssonar
2002120112
Lögð fram greinargerð dags. 29. desember 2002 frá Heimi Gunnarssyni fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóra í Slökkviliði Akureyrar.
Lögð fram til kynningar.


3 Breyting á lögum um búfjárhald og reglugerð um búfjáreftirlit
2000100028
Lögð fram ný lög um búfjárhald nr. 103/2002 og reglugerð um búfjáreftirlit dags. 28.október 2002 ásamt minnisblaði Jóns Birgis Gunnlaugssonar varðandi breytingar sem gerðar hafa verið en þær felast einkum í að eftirlitssvæði hafa verið sameinuð með þriggja manna yfirstjórn, búfjáreftirlitsnefnd. Akureyri er á svæði með fimm öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði og á einn varamann í stjórn.
Framkvæmdaráð tilnefnir Jón Birgir Gunnlaugssson sem varamann í búfjáreftirlitsnefnd.


4 Sláttur - þjónustusamningar 2003-2005
2002120083
Jón Birgir Gunnlaugsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.