Framkvæmdaráð

3594. fundur 20. desember 2002

59. fundur
20.12.2002 kl. 08:15 - 09:02
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Snjóhreinsun - þjónustusamningar 2003 - 2004
2002100091
Kynnt voru tilboð í snjómokstur 2003 - 2004 sem opnuð voru miðvikudaginn 18. desember 2002.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

G.V. Gröfur ehf. kr. 27.197.100
G.V. Gröfur ehf. frávik kr. 14.493.700
Trukkar og tæki ehf. kr. 33.997.110
G. Hjálmarsson hf. kr. 29.322.900

 

Kostnaðaráætlun


kr. 10.500.000

Framkvæmdaráð hafnar öllum tilboðunum, en stefnir að nýju útboði haustið 2003.


2 Slökkvilið Akureyrar - úttekt 2002
2002090061
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmaður gerðu grein fyrir stöðu mála.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.