Framkvæmdaráð

3571. fundur 09. desember 2002

58. fundur
09.12.2002 kl. 17:00 - 18:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Fjárhagsgsáætlun 2003
2002070056
Farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á áætluninni.

a) Gjaldskrárbreytingar 2003.
Framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrám:
1. Sorphreinsunargjald hækki úr kr. 5.000 í kr. 5.500 á íbúð.
2. Búfjárleyfi hækki úr kr. 1.100 í kr. 1.200.
3. Leiga fyrir lönd hækki úr kr. 7.350 á ha. í kr. 8.000 á ha.
4. SVA gjaldskrá.
Fargjöld:
Fullorðnir: Einstakt fargjald kr. 160 og 20 miðar kr. 2.400
Börn 6 -16 ára: Einstakt fargjald kr. 70 og 20 miðar kr. 825
Aldraðir og öryrkjar: 20 miðar kr. 1.100
Framhaldsskólanemar: 20 miðar kr. 2.200

b. Rekstraráætlun 2003.
Lögð fram sundurliðuð rekstraráætlun fyrir málaflokka framkvæmdaráðs í samræmi við samþykktar breytingar sem gerðar voru í bæjarráði 28. nóvember sl. ásamt minnisblaði dags. 9. desember 2002.
Framkvæmdaráð samþykkir breytta rekstraráætlun fyrir málaflokka 07, 08, 10, 11, 33 og 79 með fyrirvara um samþykki á gjaldskrá skv. a) lið.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.