Framkvæmdaráð

3501. fundur 22. nóvember 2002

56. fundur
22.11.2002 kl. 08:15 - 10:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Hundaleyfisgjald - ósk um sundurliðun
2002110009
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um sundurliðun kostnaðar vegna hundaeftirlits og hreinsunar sbr. ósk Marsibilar Fjólu Snæbjarnardóttur á 55. fundi framkvæmdaráðs þann 1. nóvember sl. Skv. minnisblaðinu er kostnaður við hundaeftirlit og hreinsun kr. 2.432.331 og innheimt hundaleyfisgjöld kr. 1.424.500.
Framkvæmdaráð vísar framkomnum upplýsingum til bæjarráðs og endurskoðunar á þjónustugjaldskrám Akureyrarbæjar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2003.


2 Slökkvilið Akureyrar - úttekt 2002
2002090061
Lögð fram úttektarskýrsla Kristins Guðjónssonar ráðgjafa, sbr. 53. fund framkvæmdaráðs þann
27. september sl. og minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 21. nóvember 2002.
Kristinn Guðjónsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir skýrslunni og niðurstöðum sínum.
Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði eftir aðgerðaáætlun þeirri sem fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra.


3 Grjótvörn við Glerá og Sandgerðisbót - tilboð
2002100081
Föstudaginn 1. nóvember 2002 voru opnuð tilboð í grjótvörn við Glerá og Sandgerðisbót.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
G.V. Gröfur ehf.kr. 44.760.000
Norðurtak ehf.kr. 34.508.200
Arnarfell ehf.kr. 36.083.000
Árni Helgasonkr. 45.846.500
G. Hjálmarsson hf. kr. 40.497.000
Klæðning hf. kr. 39.921.000
Ístak hf. kr. 37.070.602
Suðurverk hf.kr. 35.142.600
G.V. Gröfur ehf. - frávikstilboðkr. 41.362.000
Kostnaðaráætlun kr. 44.700.000

Hluti fráveitu Akureyrar í ofangreindu tilboði er kr. 29.315.000 og HN kr. 5.193.200.
Hönnun, eftirlit ofl. áætlað kr. 3.000.000.
Áætlaður heildarkostnaður fráveitu Akureyrar er því kr. 32.315.000.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Norðurtak ehf.

Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Norðurtak ehf. á grundvelli tilboðs.4 Sorp - magntölur 2002
2002110078
Lagt fram minnisblað varðandi sorpmagn frá Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Akureyrar að á árinu 2003 verði hafin gjaldtaka fyrir móttöku úrgangs frá fyrirtækjum á urðunarstað á Glerárdal og felur sviðsstjóra og deildarstjóra að gera tillögur að gjaldskrá fyrir næsta fund. Mótaðar tillögur mun ráðið síðan senda bæjarráði fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2003.


5 Fjárhags- og starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2003
2002070056
Lagt fram minnisblað um fyrirhugaðar framkvæmdir í hesthúsahverfum árið 2003. Jónas Vigfússon gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.