Framkvæmdaráð

3447. fundur 01. nóvember 2002

55. fundur
01.11.2002 kl. 08:15 - 09:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Bílastæði í Oddagötu fyrir starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar
2002100032
Tekið fyrir að nýju minnisblað framkvæmdastjóra HAK dags. 3. október 2002.
Framkvæmdaráð samþykkir að HAK fái úthlutað átta fríkortum.

Bæjarstjórn 19. nóvember.


2 Hafnarstræti - göngugata
2002090029
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 30. október 2002 þar sem greint er frá fundi hans og hönnuðar götunnar og kemur fram andstaða hönnuðar um að mósaik verði sett utan á götugögn, en að hann sé tilbúinn að skoða að það verði sett á "götugólfið".
Framkvæmdadeild falið að skoða með hvaða hætti gatan verði gerð líflegri með því að setja mósaik í "götugólfið" og kostnað við þá framkvæmd. Sviðsstjóra falið að kynna þessa niðurstöðu fyrir málshefjanda.


3 Hlíðarfjall - bílastæði, verkfundargerðir
2002100007
Eftirtaldar verkfundargerðir lagðar fram til kynningar:
Verkfundargerð nr. 1 - dags. 7. október 2002 í 8 liðum.
Verkfundargerð nr. 2 dags. 21. október 2002 í 5 liðum.


4 Hundaleyfisgjald - ósk um sundurliðun
2002110009
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir óskaði upplýsinga um sundurliðun hundaleyfisgjalds.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að afla umbeðinna upplýsinga.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.