Framkvæmdaráð

3397. fundur 11. október 2002

54. fundur
11.10.2002 kl. 10:10 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Bílastæði fyrir starfsemi heilsugæslunnar í Oddagötu
2002100032
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra HAK dags. 3. október 2002, þar sem óskað er eftir:
- að vinnubílar merktir HAK verði undanþegnir gjaldskyldu, starfsmenn á merktum bílum fái
bílastæðakort og
- að starfsmenn heimahjúkrunar á einkabílum fái bílastæðakort
- að bílastæði fjærst heilsugæslustöðinni verði merkt fyrir starfsmenn HAK.
Afgreiðslu frestað.


2 Hafnarstræti göngugata
2002090029
Lagt fram erindi Brynhildar Pétursdóttir dags. 2. september 2002, þar sem varpað var fram þeirri hugmynd að lífgað yrði upp á göngugötu með því að setja mósaik á götugögn, blómaker og kúlur. Einnig lagt fram bréf arkitekts af hönnun götunnar þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum, en hann telur hugmyndina um mósaik góða, en telur hins vegar ýmsa annmarka á framkvæmd hennar.
Sviðsstjóra falið að kanna málið frekar.


3 Starfsáætlun 2003
2002070056
Teknar fyrir að nýju starfsáætlanir framkæmdaráðs, framkvæmdadeildar, Slökkviliðs Akureyrar og Strætisvagna Akureyrar sbr. 53. fund þann 27. september sl.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða áætlun.


4 Endurskoðun almenningssamgangna
2002020122
Lagðar fram fundargerðir undirnefndar framkvæmdaráðs um endurskoðun reksturs almenningssamgangna frá 17. september 2002 og 1. október 2002.
Lagt fram til kynningar.


5 Bílastæði í Hlíðarfjalli opnun tilboða
2002100007
Þriðjudaginn 1. október 2002 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Bílastæði við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli".
Eftirfarandi tilboð bárust:

 G. Hjálmarsson

 11.760.086

 Hafnarverktakar ehf.

 14.206.628

 Nóntindur ehf.

 17.413.200

 GV gröfur ehf.

 17.648.300

 Klæðning hf.

 18.578.000

 Kostnaðaráætlun hönnuða var kr.

 16.674.000


Gengið hefur verið til samninga við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.
Framkvæmdaráð samþykkir málsmeðferð.

Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


6 Reiðvegir í Breiðholtshverfi og að Mýrarlóni - opnun tilboða
2002090079
Miðvikudaginn 25. september 2002 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Reiðvegir í Breiðholtshverfi og að Mýrarlóni".
Eftirfarandi tilboð bárust:

 Bæjarverk ehf.  5.480.000
 Benedikt Hjaltason  5.653.920
 Finnur Aðalbjörnsson  6.431.200
 G. Hjálmarsson hf.  6.526.000
 Hafnarverktakar ehf.  6.774.000
 Kristinn E. Gunnarsson  7.229.500
 Eftirfarandi frávikstilboð bárust:  
 Benedikt Hjaltason  3.636.680
 Finnur Aðalbjörnsson  3.831.600
 G. Hjálmarsson hf.  5.526.000
 Kostnaðaráætlun framkvæmdadeildar  5.226.000


Gengið hefur verið til samninga við lægstbjóðanda Benedikt Hjaltason á grundvelli frávikstilboðs.
Framkvæmdaráð samþykkir málsmeðferð.

Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


7 Lystigarður - ný aðkoma
2002050065
Mánudaginn 7. október 2002 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Aðkoma að Lystigarði".
Eftirfarandi tilboð barst:

 

 Trukkar og tæki ehf.  1.166.700
 Kostnaðaráætlun hönnuða  1.363.000


Gert er ráð fyrir að semja við Trukka og tæki ehf. á grundvelli tilboðsins.
Framkvæmdaráð samþykkir málsmeðferð.

Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


8 Leikskólinn við Hólmatún - gatnagerð
2002040093
Gatnagerð við leikskólann Hólmatún.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að undirbúa frekari gatnagerð við leikskólann.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.