Framkvæmdaráð

3374. fundur 27. september 2002

53. fundur
27.09.2002 kl. 08:15 - 10:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


1 Starfsáætlun 2003
2002070056
Tekin fyrir að nýju starfsáætlun 2003 og lagt fram uppkast að skorkorti ráðsins.
Skorkort samþykkt með breytingum sem gerðar voru á fundinum.


2 Eignasjóður gatna - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Tekin fyrir að nýju áætlun um gatnaframkvæmdir 2003, áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. ágúst 2002.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomna tillögu að fjárhæð kr. 272.850.000 með fyrirvara um áætlun gatnagerðargjalda.


3 Fráveita Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Tekin fyrir að nýju áætlun um framkvæmdir Fráveitu Akureyrar 2003, áður á dagskrá framkvæmdaráðs 16. ágúst 2002.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomna tillögu með þeirri breytingu að framkvæmdum við dælustöð og yfirföll verði frestað og framkvæmdir ársins nemi kr. 105.900.000.


4 Strætisvagnar Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Beiðni um fjárveitingu til kaupa á bifreið fyrir ferliþjónustu.
Framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun bifreiðar fyrir ferliþjónustuna að upphæð kr. 5,3 milljónir.


5 Brunamál og almannavarnir - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Beiðni um fjárveitingu vegna kaupa á bifreiðum og dælu.
Framkvæmdaráð samþykkir fjárveitingu að upphæð kr. 2,5 milljónir til endurnýjunar búnaðar og kaupa á tetrakerfi.


6 Umhverfismál, framkvæmdir og endurnýjun tækja 2003
2002070056
Lögð fram gögn um framkvæmdir 2003. Jón Birgir Gunnlaugsson sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð samþykkir kr. 30 milljónir til framkvæmda í umhverfismálum og kr. 10 milljónir í endurnýjun tækja og felur framkvæmdadeild að gera tillögu að forgangsröðun samkvæmt framlögðum lista og umræðum á fundinum og leggja fyrir ráðið.

Jakob Björnsson, formaður vék af fundi kl: 10:00 og við fundarstjórn tók Þórarinn B. Jónsson varaformaður.

7 Slökkvilið Akureyrar - úttekt 2002
2002090061
Tekið fyrir að nýju mál Slökkviliðs Akureyrar - úttekt 2002, áður á dagskrá framkvæmdaráðs 20. september 2002. Sviðsstjóri gerði grein fyrir uppkasti að samningi við Verkfræðistofuna Hnit hf., samkvæmt þvi eru helstu markmið verkefnisins þessi:
1. Leita leiða til að bæta nýtingu þeirra fjármuna sem veittir eru til slökkviliðsins.
2. Athuga stjórnskipulag m.t.t. skilvirkni þess.
3. Skilgreina verkefni slökkviliðsins og athuga framkvæmd þeirra.
Sviðsstjóra heimilað að ganga frá samningi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.