Framkvæmdaráð

3356. fundur 20. september 2002

52. fundur
20.09.2002 kl. 08:15 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Fjárhagsáætlun 2003
2002070056
Teknar fyrir að nýju rekstraráætlanir 2003.
06 Leikvellir, unglingavinna og sumarvinna fatlaðs skólafólks.
07 Brunamál og almannavarnir.
08 Hreinlætismál.
10 Götur, umferðar- og samgöngumál.
11 Umhverfismál.
13 Sumarvinna skólafólks 16 ára.
33 Framkvæmdamiðstöð.
73 Fráveita.
79 Strætisvagnar Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomnar áætlanir fyrir ofangreinda málaflokka sem undir ráðið heyra og vísar þeim til bæjarráðs.
Meðfylgjandi er yfirlit dags 20. september 2002 þar sem fram koma heildarútgjöld hvers málaflokks fyrir sig ásamt skýringum á frávikum frá úthlutuðum fjárhagsrömmum. Yfirlitið er hluti af samþykkt þessari.2 Starfsáætlun 2003
2002070056
Fram var haldið vinnu við gerð starfsáætlunar ársins 2003.


3 Slökkvilið Akureyrar - úttekt 2002
2002090061
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 19. september 2002 um fjárhagsstöðu slökkviliðs og er lagt til að gerð verði úttekt á rekstri slökkviliðsins.
Framkvæmdaráð heimilar sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ráða ráðgjafa til að gera úttekt á rekstri slökkviliðsins og að því verki verði lokið 15. nóvember nk. Sviðsstjóri geri frekari grein fyrir málinu á næsta fundi ráðsins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.