Framkvæmdaráð

3201. fundur 19. júlí 2002

48. fundur
19.07.2002 kl. 08:15 - 09:40
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir, fundarritari


Þórarinn B. Jónsson boðaði forföll.
1 Farþegaflutningar Akureyrarbæjar
2002020122
Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins PWC Consulting, um farþegaflutninga Akureyrarbæjar tekin fyrir að nýju. Þá var lögð fram til kynningar ritgerð Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ "Taxibus - leigubílar í stað strætisvagna" frá apríl 2002. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð tilnefnir þau Jakob Björnsson, Sigrúnu B. Jakobsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur í vinnuhóp sem hafi það hlutverk að leggja fram tillögur um skipan almenningssamgangna á vegum Akureyrarbæjar. Gert er ráð fyrir skilum um mánaðarmótin september - október 2002.


2 Þjóðvegir í þéttbýli
2002070054
Lagður fram endurskoðaður listi vegna framkvæmda við þjóðvegi á Akureyri.
Áður til umfjöllunar í framkvæmdanefnd 27. september 1999.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra og deildarstjóra að leggja fram tillögu að forgangsröðun þeirra verkefna sem tilgreind eru á listanum. Tilgangur slíkrar tillögugerðar er að gera bæjarstjórn kleift í samvinnu við Vegagerðina að vinna að framgangi og fjárveitingum til mikilvægustu verkefna og samræma þau gatnagerðaráætlun Akureyrarbæjar.


3 Skíðalyfta í Hlíðarfjalli
2001070056
Lagt fram uppgjör forstöðumanns skíðasvæðisins vegna framkvæmda við skíðalyftu.
Heildarkostnaður samkvæmt uppgjöri nemur rúmum 169 milljónum króna. Kostnaðaráætlun var 160 milljónir. ÍTA mun óska eftir aukafjárveitingu við endurskoðun fjárhagsáætlunar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.