Framkvæmdaráð

3142. fundur 21. júní 2002

45. fundur
21.06.2002 kl. 8:15: - 9:30:
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, fundarritari


Bæjarstjórn hefir á fundi sínum 11. júní sl. kosið aðal- og varamenn í framkvæmdaráð:


Aðalmenn:                                       Varamenn:
Jakob Björnsson, formaður                 Gerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður      Þóra Ákadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir                    Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir            Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir                    Jón Erlendsson
_______________________________________________________________________________________________

Í upphafi fundar bauð formaður nýtt framkvæmdaráð velkomið til starfa.
Fundartími framkvæmdaráðs var ákveðinn 1. og 3. föstudag í mánuði kl. 08:15.

1 Lystigarður - grasafræðingur
2002040112
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 19. júní 2002, þar sem óskað er heimildar til að gera samning við Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur um stöðu grasafræðings sem myndi starfa allt að 6 mánuði á ári við Lystigarðinn.
Framkvæmdaráð leggur til að gerður verði ótímabundinn samningur við Náttúrufræðistofnun um samnýtingu á grasafræðingi og að fjármögnun vegna 2002 verði tekin úr rekstri, en að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.


2 Bráðatæknar - Paramedics - á Akureyri
2002050017
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. maí 2002 sem vísað var til framkvæmdaráðs.
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 18. júní 2002 um kostnað við menntun bráðatæknis í samræmi við samninga sem gerðir hafa verið við sjúkraflutningamenn hjá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Tómas B. Böðvarsson slökkviliðsstjóri kom á fundinn kl. 8:38.
Framkvæmdaráð óskar eftir aukafjárveitingu til Slökkviliðs Akureyrar að upphæð 2,2 milljónir á árinu 2002 til að Sveinbirni Dúasyni verði gerð keift að sækja nám fyrir bráðatækna í Pittsburgh í Bandaríkjunum á tímabilinu ágúst 2002 til apríl 2003. Upphæðin nemur helmingi heildarkostnaðar.


3 Tjaldsvæði og útilífsmiðstöð að Hömrum
2002020062
Lagt fram kostnaðaryfirlit um framkvæmdir við tjaldsvæði og útilífsmiðstöð að Hömrum, frá upphafi þar til framkvæmdum lýkur skv. fyrirliggjandi áætlunum. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður framkvæmda muni verða um 230 milljónir og að framkvæmdir í ár á vegum Akureyrarbæjar fyrir utan framkvæmdir FA, nemi um 8 milljónum kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 5 milljónum kr. í þennan þátt framkvæmda og er því fjárvöntun upp á 3.0 milljónir kr. Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á framkvæmdadeild kom á fundinn kl 9:10.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna að framkvæmdum á Hömrum innan fjárhagsáætlunar ársins.


4 Innkeyrsla að ÚA
2002060071
Erindi dags. 17. maí 2002 frá Erni Ingvarsyni, ÚA, þar sem þess er óskað að Akureyrarbær geri nýja innkeyrslu inn á lóð ÚA, þar sem einhver bið verður á þeirri aðkomu sem samþykkt skipulag gerir ráð fyrir. Lagt fram minnisblað deildarstjóra dags. 19. júní 2002 varðandi kostnað.
Framkvæmdaráð heimilar framkvæmdadeild að fara í umbeðnar breytingar og að fjármagn verði tekið af liðnum óráðstafað.

 

Fundi slitið