Framkvæmdaráð

3084. fundur 17. maí 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
44. fundur
17.05.2002 kl. 08:15 - 08:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Steingrímur Birgisson
Oddur Helgi Halldórsson
Þóra Ákadóttir
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari1 Endurskipulagning fólksflutninga á vegum Akureyrarbæjar
2002020122
Lögð fram verkefnisáætlun ráðgjafa varðandi endurskipulagningu fólksflutninga á vegum Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð felur forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs að ganga frá samningi við ráðgjafa um verkefnið.
Bæjarráð 23. maí 2002


2 Athugasemd vegna breytinga á akstri SVA
2002020122
7. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002, sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs á fundi sínum 18. apríl sl.
Með vísan til framkomins erindis vill framkvæmdaráð taka fram að í rekstri SVA verður seint hægt að koma til móts við þarfir allra. Sú ákvörðun sem tekin var til hagræðingar í rekstri SVA var valin með tilliti til þess að hún hefði minnst áhrif á þjónustu við bæjarbúa miðað við notkun vagnanna að undanförnu. Unnið er að endurskipulagningu á rekstri SVA.


3 Tilboð í þrýstilögn frá Glerá að Sandgerðisbót

2002010024
Miðvikudaginn 15. maí 2002 voru opnuð tilboð í þrýstilögn fyrir fráveitu.
Eftirfarandi tilboð bárust:

RJR Trading ehf. kr. 33.471.340
Adolf Bjarnason kr. 16.530.000
Adolf Bjarnason frávik kr. 13.718.800

Frávikstilboðið miðast við FOB - verð vöru í Rotterdam og gengi Evru 83,60.
Lagt er til að samið verði við Adolf Bjarnason.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Adolf Bjarnason.


4 Framkvæmdir 2002
Deildarstjóri framkvæmdadeildar gerir grein fyrir framkvæmdum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.