Framkvæmdaráð

3066. fundur 19. apríl 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
42. fundur
19.04.2002 kl. 08:15 - 09:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari1 Slökkvistöð við flugvöll
2000110096
Lögð fram greinargerð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 17. apríl 2002 um ávinnig þess að reisa sameiginlega slökkvistöð fyrir Akureyrarbæ og Flugmálastjórn inn við flugvöll sbr. fund
nr. 35 þann 7. desember 2001.
Framkvæmdaráð leggur til að hugmyndum um byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem þjóni bæði flugvellinum og Akureyrarbæ verði ýtt til hliðar að sinni.
Bæjarstjórn 7. maí 20022 Breytingar á akstri SVA
2002020122
Tekið fyrir að nýju málefni SVA sbr. fund nr. 40 þann 1. mars 2002.
Framkvæmdaráð leggur til að ekki verði gerðar aðrar breytingar á leiðakerfi SVA að svo stöddu en að leggja niður leið 5 og 6 yfir sumartímann og að stytta kvöld- og helgarakstur um eina klukkustund á dag.
Þá samþykkir framkvæmdaráð að ráðnir verði verktakar til að gera heildarúttekt á rekstri fólksflutningaþjónustu bæjarfélagsins, þ.e. rekstri SVA, skólaakstri og ferliþjónustu.

Bæjarstjórn 7. maí 20023 Brekkusíða - frágangur lóða
2000040032
Erindi frá eigendum Brekkusíðu 2, 4 og 12 sem fara fram á að Akureyrarbær ljúki gatnagerðarframkvæmdum við sameign lóðanna að Brekkusíðu 2, 4 og 12.
Framkvæmdaráð harmar að þeim bréfum sem íbúar hafa skrifað til bæjarins hafi ekki verið svarað. Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að kanna möguleika á því að ráðast í jarðvegsskipti á lóðunum 6, 8 og 10 við Brekkusíðu og gatnagerð við aðkomusvæði húsanna við 2-12.
Bæjarstjórn 7. maí 20024 Tilboð í Naustahverfi / 1. áfanga - gatnagerð og lagnir
2001100058
Fimmtudaginn 11. apríl 2002 voru opnuð tilboð í Naustahverfi / 1. áfanga - gatnagerð og lagnir.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin og leiðrétt.
Nóntindur ehf.
kr. 166.720.000
GV - Gröfur ehf.
kr. 79.678.300
G. Hjálmarsson hf.
kr. 91.133.200
Jarðverk hf.
kr. 179.330.813
Kostnaðaráætlun hönnuða
kr. 110.773.000


Lagt er til að samið verið við lægstbjóðanda GV - Gröfur ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í framangreint verk.
Bæjarstjórn 7. maí 2002

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.