Framkvæmdaráð

3048. fundur 05. apríl 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
41. fundur
05.04.2002 kl. 10:18 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Oddur Helgi Halldórsson
Páll Tómasson
Þórarinn B. Jónsson
Ásta Sigurðardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Umferðaröryggi í Bjarkarstíg
2000110091
Bréf Páls Tryggvasonar dags. 25. febrúar 2002 ásamt svarbréfi sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Lagt fram til kynningar.


2 Víðilundur 20 og 24 - bílastæði
2001110081
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs vegna bílastæða við Víðilund 20 - 24.3 Bygging rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri - lóðamál
2002030092
Lögð fram fundargerð frá fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og bjóðenda dags. 18. mars 2002 um skipulags- og lóðamál við Háskólann á Akureyri sem samþykkt var á fundi bæjarráðs 21. mars 2002.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning framkvæmda við gatnagerð að rannsóknarhúsi HA við Sólborg. Fjármögnunin vegna framkvæmdanna hefur verið tryggð í gegnum álagt gatnagerðargjald.
Bæjarstjórn 23. apríl 20024 Tilboð í steinefni fyrir malbik
2002040005
Þriðjudaginn 26. mars 2002 voru opnuð tilboð í steinefni fyrir malbik árin 2002 og 2003.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Arnarfell ehf.
kr. 17.620.000
Benedikt Hjaltason
kr. 21.944.000

Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Arnarfell ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.
Bæjarstjórn 23. apríl 20025 Opnunartími gámasvæðis við Réttarhvamm
2002040011
Lögð fram tillaga deildarstjóra framkvæmdadeildar um opnunartíma gámasvæðis við Réttarhvamm.
Framkvæmdaráð samþykkir að opnunartími gámasvæðisins við Réttarhvamm verði:
Virka daga:
12:30 - 18:30 yfir vetrartímann (16. ágúst - 15. maí)
12:30 - 21:00 yfir sumartímann (16. maí - 15. ágúst)
Um helgar:
10:00 - 16:00 laugardaga og sunnudaga.
Ofangreindur opnunartími tekur gildi 16. maí 2002.

Bæjarstjórn 23. apríl 2002

Fleira ekki gert.
Fundi slitið