Framkvæmdaráð

3040. fundur 06. maí 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
43. fundur
06.05.2002 kl. 08:15 - 08:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Umferðarmál og fleira
2000110091
Lagt fram bréf Páls Tryggvasonar dags. 29. mars sl. þar sem hann gerir athugasemdir við bréf sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs frá því 8. mars sl. Páll óskar eftir að fyrra erindi hans frá
25. febrúar sl. verði tekið til umfjöllunar að nýju og því verði svarað með faglegum rökum.
Framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs sem fram koma í svari hans og telur að það svari fyrra erindi bréfritara með faglegum rökum. Framkvæmdaráð bendir á að ekki stendur til að leggja hitalagnir í götur bæjarins a.m.k. ekki að svo stöddu.2 Kaup á slökkvibifreið - 2002
2002030030
Á 40. fundi framkvæmdaráðs þann 1. mars sl. var lagt til að keyptur yrði nýr körfubíll og samþykkt í bæjarstjórn þann 19. mars sl. Skv. upplýsingum slökkviliðsstjóra var búið að selja bifreiðina þegar til kom, en borist hefur tilboð um annan og minni bíl að fjárhæð 5 milljónir.
Framkvæmdaráð samþykkir að kaupa körfubíl að því tilskyldu að eldri körfubíll slökkviliðsins verði seldur á viðunandi verði.
Bæjarstjórn 21. maí 20023 Brekkusíða - frágangur lóða
2000040032
Lögð fram áætlun um jarðvegsskipti lóðanna nr. 6, 8 og 10 við Brekkusíðu sbr. 43. fund framkvæmdaráðs þann 19. apríl sl. Jónas Vigfússon gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð leggur til að lóðirnar verði auglýstar lausar til umsóknar á þeim forsendum að bærinn gangi frá jarðvegsskiptum.
Bæjarstjórn 21. maí 2002

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.