Framkvæmdaráð

3287. fundur 16. ágúst 2002

49. fundur
16.08.2002 kl. 08:15 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þóra Ákadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Gatnagerðargjöld - endurskoðun á álagningarreglum
2002040042
Tekin fyrir ósk um tilnefningu fulltrúa í starfshóp um endurskoðun álagningarreglna gatnagerðargjalda sem vísað var til framkvæmdaráðs á fundi umhverfisráðs 31. júlí sl.
Framkvæmdaráð tilnefnir Jakob Björnsson í starfshópinn.


2 Strætisvagnar Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Beiðni um fjárveitingu til kaupa á bifreið fyrir ferliþjónustu.
Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu og umræðu.


3 Eignasjóður gatna - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Lögð fram gögn um framkvæmdir árið 2003.
Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu og umræðu.


4 Fráveita Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Lögð fram gögn um framkvæmdir árið 2003.
Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu og umræðu.


5 Brunamál og almannavarnir - eignfærð fjárfesting 2003
2002070056
Beiðni um fjárveitingu vegna kaupa á bifreiðum og tækjum.
Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu og umræðu.


6 Gatnagerð við Furulund
2002040042
Lagðar fram upplýsingar um kostnað við gatnagerð.
Framkvæmdaráð heimilar framkvæmdir við Furulund. Samkomulag við lóðarhafa vegna þeirra verði lagt fyrir ráðið til staðfestingar. Áætlaður heildarkostnaður er 11 milljónir króna, þar af er kostnaður á árinu 2002 áætlaður 7,5 milljónir króna.


7 Hlíðarbraut - endurbætur
2002070064
Erindi varðandi endurbætur á umferðaröryggi við Hlíðarbraut.
Framkvæmdaráð samþykkir að gangbrautarljósastaur sem staðsettur er á miðeyju á Hlíðarbraut milli Hlíðarfjallsvegar og Merkigils verði færður austur fyrir akbrautina. Þar sem um þjóðveg er að ræða beinir framkvæmdaráð öðrum atriðum erindisins til Vegagerðarinnar til úrlausnar.


8 Skíðastaðir - bílastæði
2002040103
Lagt fram bréf frá sviðsstjóra félagssviðs varðandi framkvæmdir við bílastæði.
Framkvæmdaráð heimilar undirbúning framkvæmda og gerð útboðsgagna og útboð framkvæmda, verði fjárveiting tryggð við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.


9 Tilboð í Hafnarstræti við Samkomuhús
2002060054
Miðvikudaginn 14. ágúst 2002 voru opnuð tilboð í Hafnarstræti við Samkomuhús - gatnagerð og lagnir.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

 

 GV Gröfur ehf.

 kr. 21.810.410

 G. Hjálmarsson hf.

 kr. 24.809.020

 G. Hjálmarsson hf. frávik

 kr. 24.209.020

 Kostnaðaráætlun

 kr. 26.836.850


Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.

Bæjarráð 22. ágúst 2002


10 Tilboð í fráveitu Glerá - Sandgerðisbót
2002010024
Miðvikudaginn 14. ágúst 2002 voru opnuð tilboð í fráveitu Glerá - Sandgerðisbót.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

G.V. Gröfur ehf. kr. 25.662.500
G. Hjálmarsson kr. 32.000.000
Kostnaðaráætlun kr. 32.000.000


Lagt er til að samið verði lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.


11 Ránargata 6 og 10 - bílaplan milli húsanna
2002080037
Lagt fram erindi dags. 15. ágúst 2002 frá íbúum við Ránargötu þar sem þeir óska eftir því að bílaplan milli Ránargötu 6 og 10 verði malbikað.

 

Fundi slitið.