Framkvæmdaráð

2923. fundur 01. mars 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
40. fundur
01.03.2002 kl. 08:15 - 09:48
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Þóra Ákadóttir
Steingrímur Birgisson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari1 Gjaldskrárbreyting 2002 - hundaleyfi - búfjárleyfi og leiga landa
2002020108
Lagt fram bréf framkvæmdadeildar dags. 21. febrúar 2002 þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldská.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri gerði grein fyrir málinu.
Málaflokkur 08 - Hundaleyfi.
Leyfisgjöld vegna hundahalds hækki úr kr. 7.350 í kr. 7.700.
Málaflokkur 11 - Jarðeignir.
Leiga vegna landa hækki úr kr. 7.000 í kr. 7.350 pr. ha.
Búfjárleyfi hækki úr kr. 1.050 í kr. 1.100.
Gjaldskrárbreytingin taki gildi nú þegar.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrárbreytingarnar.
Bæjarráð 7. mars 2002
Bæjarstjórn 19. mars 2002


2 Breytingar á akstri SVA
2002020122
Lagt fram bréf forstöðumanns SVA dags. 26. febrúar 2002, þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á akstri í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun 2002. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA gerði grein fyrir stöðu mála.
1. Leið 5 og 6 falla niður mánuðina júní, júlí og ágúst.
2. Helgarakstri verði hætt.
3. Akstri á kvöldin ljúki kl. 23:00 í stað 24:00 áður.
Ofangreindar breytingar taka gildi 1. júlí nk.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.3 Gatnagerð á lóð Háskólans á Akureyri
2002020131
Lagt fram bréf Háskólans á Akureyri dags. 13. júní 2001 þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að vegur inni á lóð skólans verði skilgreindur sem hluti gatnakerfis bæjarins.
Með vísan til þess að umræddur vegur er á lóð Háskólans og þess að Akureyrarbær sér ekki um framkvæmdir á lóðum sem úthlutað hefur verið til annarra telur framkvæmdaráð óeðilegt að vegurinn verði skilgreindur sem hluti gatnakerfis bæjarins. Gróflega má áætla að framkvæmdakostnaður við veginn verði 11 til 12 milljónir kr.
Bæjarráð 7. mars 2002
Bæjarstjórn 19. mars 2002


4 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
Lögð fram endanleg tillaga um fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði að undirbúningi verkefna 2002 - 2003 og framkvæmdir verði svo í samræmi við þá samþykkta framkvæmdaáætlun.


5 Framkvæmdaáætlun 2002
2001110044
Lagður fram verkefnalisti fyrir framkvæmdir opinna svæða fyrir árið 2002.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina.6 Kaup á slökkvibifreið
2002030030
Borist hefur tilboð um kaup á notuðum körfubíl sem uppfyllir þarfir slökkviliðsins.
Framkvæmdaráð fer þess á leit við bæjarráð að heimilað verði að ganga til samninga um kaup á umræddri bifreið. Áætlaður kostnaður umfram söluverð eldri körfubíls er kr. 3,5 til 4 milljónir.
Bæjarráð 7. mars 2002
Bæjarstjórn 19. mars 2002

Fleira ekki gert .
Fundi slitið.