Framkvæmdaráð

2951. fundur 04. janúar 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
36. fundur
04.01.2002 kl. 08:15 - 09:53
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari1 Framkvæmdaáætlun 2002
2001110044
Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tækni- og umhverfissvið.
Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun ársins 2002. Jafnframt var lögð fram áætlun um gatnagerðargjöld á árinu 2002.
Framkvæmdaráð samþykkir meðfylgjandi drög að framkvæmdaáætlun tækni- og umhverfissviðs fyrir árið 2002.
Niðurstöðutölur:
Gatnagerð
249,9 millj. kr.
Fráveita
74,8 millj. kr.
Græn svæði - opin svæði
30,0 millj. kr.
Ýmis verk
5,0 millj. kr.
Tækjakaup
10,0 millj. kr.
Samtals
369,7 millj. kr.
Áætlað fjármagn til framkvæmda
386,0 millj. kr.
Óráðstafað
16,3 millj. kr.
Bæjarráð 10. janúar 2002
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


2 Víðilundur 20 og 24 - bílastæði
2001110081
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2001.
Framkvæmdaráð óskar eftir úttekt tækni- og umhverfissvið á þeirri ósk sem fram var borin í viðtalstímanum.


3 Dalsbraut - Gatnaframkvæmd
2002010001
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 4. desember sl. að vísa eftirfarandi bókun úr gerðabók umhverfisráðs dags. 28. nóvember 2001 til framkvæmdaráðs:

"SN010035
Umræður um þörf á tengingu Dalsbrautar við Borgarbraut.
Umhverfisráð beinir þeim tilmælum til framkvæmdaráðs að framkvæmdir við Dalsbraut milli Borgarbrautar og Þingvallastrætis verði settar á framkvæmdaáætlun 2002."
Samkvæmt drögum að þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum við Dalsbraut árin 2003 og 2004.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.