Framkvæmdaráð

2965. fundur 18. janúar 2002

Framkvæmdaráð - Fundargerð
37. fundur
18.01.2002 kl. 08:15 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Þóra Ákadóttir
Guðmundur Guðlaugsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn og útskýrði rekstraráætlun SVA.

1 Fjárhagsáætlun 2002 - Tækni- og umhverfissvið
2001080054
Lagðar fram endurskoðaðar rekstraráætlanir:
Brunavarnir.
Hreinlætismál, gatnagerð og opin svæði.
Strætisvagnar Akureyrar.
Unnið var að endurskoðun rekstraráætlana fyrir þær deildir og stofnanir sem heyra undir framkvæmdaráð.
Framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi breytingar:
07 Eldvarnir lækki um kr. 5.000.000
08 Hreinlætismál lækki um kr. 5.000.000
10 Götur, umferðar- og samgöngumál lækki um kr. 15.000.000
11 Umhverfismál lækki um kr. 5.000.000
79 Framlag til SVA lækki um kr. 3.493.000
Til viðbótar framangreindum tölum kemur síðan lækkun rekstrargjalda vegna breytinga á húsaleigu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.