Framkvæmdaráð

1910. fundur 15. maí 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
22. fundur
15.05.2001 kl. 15:00 - 17:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Ólafur H. Baldvinsson1 Tilboð í gatnagerð og lagnir - Giljahverfi IV B
Fimmtudaginn 10. maí sl. voru opnuð tilboð í verkið Giljahverfi IV B, gatnagerð og lagnir.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Jarðverk ehf. Dalvík
kr. 19.595.450
86,0%
Möl og sandur hf.
kr. 23.883.900
104,0%
G.V. Gröfur ehf.
kr. 21.883.900
95,0%
G. Hjálmarsson
kr. 22.595.000
99,0%
Kostnaðaráætlun
kr. 22.900.000
100,0%

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Jarðverks ehf.
Bæjarstjórn 22.05.20012 Gatnamerkingar - tilboð í stakar merkingar og yfirborðsmerkingar árin 2001 og 2002
Fimmtudaginn 10. maí sl. voru tilboð opnuð í merkingar gatna á Akureyri árin 2001 og 2002.
Í verkið bárust eftirfarandi tilboð:
Stakar yfirboðsmerkingar:
GSG Vegmerking/Monstro ehf.
kr. 777.250

Yfirboðsmerkingar:
Vegamál ehf.
kr. 4.171.000
Vegmerking ehf.
kr. 2.511.400

Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við GSG Vegmerkingu/Monstro ehf. um stakar merkingar og við Vegmerkingu ehf. um yfirborðsmerkingar.
Bæjarstjórn 22.05.2001


3 Framkvæmdamiðstöð að Rangárvöllum - skipurit og greinargerð
Fyrir voru teknar tillögur að skipuriti fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar á Rangárvöllum ásamt greinargerð. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs skýrði tillögurnar og svaraði fyrirspurnum.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að skipulagningu á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvarinnar á grundvelli tillagnanna og að teknu tilliti til umræðna á fundinum.4 Gangstígaframkvæmdir 2001
Lögð var fram tillaga að framkvæmdaáætlun við stígagerð á árinu 2001.
Framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði á grundvelli tillögunnar.
Bæjarstjórn 22.05.2001


5 Ástand brúa á Eyjafjarðará sunnan flugvallar
Fyrir var tekin bókun náttúruverndarnefndar frá 18. apríl sl. ásamt bókun umsjónarnefndar Óshólma Eyjafjarðarár frá 17. apríl sl. og greinargerð umhverfisstjóra dags. 18. apríl sl. Báðar bókanirnar fjalla um ástand brúa á Eyjafjarðará sunnan Akureyrarflugvallar og nauðsyn á úrbótum.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við Vegagerðina um málið og að leggja fram kostnaðaráætlun um lágmarksframkvæmdir þannig að öryggi vegfarenda verði tryggt.


6 Sumarvinna 2001
Umhverfisstjóri lagði fram greinargerð um fjölda umsókna um unglingavinnu, sumarvinnu 16 ára unglinga og sumarvinnu fatlaðra ásamt tillögum að skipulagi vinnunnar í sumar.
Framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra tillagna sem fram komu í greinargerðinni.

Fundi slitið.