Framkvæmdaráð

1927. fundur 28. maí 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
23. fundur
28.05.2001 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Ólafur H. Baldvinsson


1 Hafnarstræti - göngugata
2001050138
Páll Tómasson arkitekt mætti á fundinn og útskýrði stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við göngugötuna.2 Brú á Glerá
2001050087
Erindi Sigfúsar Helgasonar vegna ástands brúar yfir Glerá fyrir neðan Vegagerðina sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Framkvæmdaráð samþykkir hækkun handriðs brúarinnar og felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir. Lögð er áhersla á að verkið verði unnið eins fljótt og nokkur kostur er. Kostnaðaráætlun verði lögð fyrir framkvæmdaráð.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


3 Strandgata - lóðarumsókn
Erindi frá umhverfisráði þar sem óskað er umsagnar framkvæmdaráðs um umsókn Bifreiðastöðvar Oddeyrar frá 25. apríl sl. um lóð fyrir bifreiðastöðina við Strandgötu. Síðastliðið sumar voru í gangi viðræður milli BSO, Olís og SVA um afnot af byggingu á umræddri lóð og stóð þá til að hefja framkvæmdir á lóðinni í vor. Viðræðurnar hafa legið niðri um skeið og ekki hefur verið gengið frá samkomulagi milli aðila um málið.
Framkvæmdaráð óskar eftir því að beðið verði með að úthluta BSO lóðinni þar til gengið hefur verið frá fyrrgreindu samkomulagi.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


4 Strætisvagnar Akureyrar
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA sat fundinn undir þessum lið og skýrði tillögur að breytingum á leiðakerfi.
Lagðar fram eftirfarandi breytingar á leiðakerfi strætisvagna:
Lagt er til að akstur í Teigahverfi hefjist frá og með 3. september nk.
Lagt er til að leið 3 verði breytt þannig að hætt verði akstri um Óseyri og í staðinn verði ekið um
Glerárgötu og Tryggvabraut. Breyting þessi taki gildi frá og með 3. september nk.
Framkvæmdaráð samþykkir framangreindar breytingar.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


5 Strætisvagnar Akureyrar - endurnýjun ferlibíls
Forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar óskar eftir heimild til að endurnýja ferlibíl, því núverandi bíll er orðinn 13 ára gamall og hentar illa sem slíkur.
Framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


6 Framkvæmdamiðstöð að Rangárvöllum - skipurit
Lagt fram minnissblað sviðsstjóra dags. 25. maí 2001 vegna skipurits framkvæmdamiðstöðvar sbr. 22. fund framkvæmdaráðs 15. maí sl.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.7 Vinnuskóli
Lagt fram minnisblað Tryggva Marinóssonar dags. 25. maí sl. vegna aukins kostnaðar við rekstur vinnuskóla árið 2001.
Framkvæmdaráð óskar heimildar til að veita þeim 16 ára unglingum sem þess óska vinnu í því magni sem ákveðið hefur verið. Viðbótarkostnaði sem af þessu kann að leiða verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 12. júní 2001

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.