Framkvæmdaráð

1946. fundur 11. júní 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
24. fundur
11.06.2001 kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jakob Björnsson fundarritari
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Minnisblað fjármálastjóra varðandi innkaupastjórnun
2001050151
Bæjarráð vísaði minnisblaðinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum hinn 31. maí sl..
Framkvæmdaráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði fjármálastjóra og telur eðlilegt að framkvæmdastjóri Norðurorku og framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrar eigi sæti í stýrihópi verkefnisins.
Á síðasta ári voru á vegum framkvæmdaráðs unnin drög að reglum um útboð, innkaup og skipan framkvæmda á vegum Akureyrarbæjar. Framkvæmdaráð leggur þau drög til þeirrar vinnu sem framundan er og felur sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs að vinna að framgangi mála.2 Tillögur að flokkunarkerfi úrgangs fyrir Akureyri
2001050099
Tillögunum vísaði náttúruverndarnefnd til framkvæmdaráðs og Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. á fundi sínum 17. maí sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að hafa tillögurnar til hliðsjónar við þá vinnu sem í gangi er við endurskipulagningu sorpmála bæjarins.


3 Erindi samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 31. maí 2001
2001060012
Erindið varðar forgöngsröðun úrbóta á sviði ferlimála
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði yfir þær framkvæmdir sem verða í gangi á þessu sumri með tilliti til ábendinga sem fram koma í erindinu. Stefnt er að því að úttekt á núverandi aðstæðum, forgangsröðun verkefna og gerð kostnaðaráætlunar vegna framkvæmda verði lokið fyrir gerð næstu framkvæmdaáætlunar bæjarins.


4 Nonnaslóð - gerð gönguleiðar.
2000100100
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar göngustíga að Nonnasteini samtals að upphæð 3 milljónir króna.
Framkvæmdaráð vísar verkefninu til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


5 Framkvæmdamiðstöð - skipurit.
Framhald umræðna frá síðasta fundi. Bæjarverkfræðingur lagði fram minnisblað um stöðu starfsmanna í nýju skipuriti.


6 Útleiga beitarlanda og úthlutun búfjárleyfa
2000070026
Umhverfisstjóri sat fundinn undir þessum lið. Lagði hann fram tillögur að úthlutun beitarlanda og búfjárleyfa.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar. Dráttur fór fram milli fjögurra aðila, sem sóttu um sama beitarhólfið.


7 Naustahverfi - uppsögn erfðafestulanda.
Naustahverfi
Framkvæmdaráð samþykkir að segja upp leigu- og erfðafestulöndum í Naustahverfi 1. áfanga. Leiguhöfum verður þó heimil notkun landa á svæðinu meðan þess er kostur vegna framkvæmda.


8 Aðkoma að Sigurhæðum.
Umhverfisstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við brekkuna austan hússins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.