Framkvæmdaráð

2476. fundur 15. janúar 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
14. fundur
15.01.2001 kl. 09:00 - 11:30
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
Tillaga að fjölskyldustefnu í málaflokkum sem heyra undir framkvæmdaráð.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að koma tillögunum á framfæri við starfshóp félagsmálaráðs


2 Geislagata 9 - kostnaðaráætlanir vegna breytinga á 3. hæð
Ármann Jóhannesson sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og lagði fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á 3. hæð, samtals að upphæð 43 milljónir króna.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að framkvæmdum verði hagað með þeim hætti að þær verði innan ramma fjárveitinga til verksins.3 Gatnamót Þórunnarstrætis og Bjarkarstígs
2000110091
Lögð fram stutt greinargerð um gatnamótin, í tilefni erindis Páls Tryggvasonar og bókunar framkvæmdaráðs á fundi 11. desember.
Framkvæmdaráð samþykkir að setja upp merki um stöðubann við gatnamótin.
Bæjarstjórn 6. 2. 20014 Bifreiðastæði við Gilsbakkaveg, Oddagötu og Brekkugötu
Rætt var um bifreiðastæði við Gilsbakkaveg, Oddagötu og Brekkugötu.
Framkvæmdaráð samþykkir að koma upp miðamælum neðan til í Gilsbakkavegi og Oddagötu og að settir verði upp 13 stöðumælar í Brekkugötu sunnan Oddeyrargötu. Þá leggur framkvæmdaráð til að íbúum á ofangreindum svæðum verði gefinn kostur á íbúakortum án gjaldtöku og að tímagjald verði 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mín.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


5 Drög að framkvæmdaáætlun í gatnagerð og fráveitu 2001
Áfram var unnið að gerð framkvæmdaáætlunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


6 Verkfundargerð
Fram var lögð fundargerð 4. verkfundar vegna Ketilhúss.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.30.