Framkvæmdaráð

2485. fundur 22. janúar 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
15. fundur
22.01.2001 kl. 09:00 - 12:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Brekkuskóli - loftræsting, kostnaðaráætlun
1999060014
Undir þessum lið mætti Einar Jóhannsson á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og kostnaðaráætlun, sem hann hefur unnið og er dags. 4. janúar 2001.
Framkvæmdaráð samþykkir að áfram verði unnið að framkvæmdum á grundvelli framlagðra gagna.


2 Geislagata 9 - eldhús
2001010100
Kostnaðaráætlun vegna breytinga á eldhúsi á 4. hæð.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins, þar til endanleg kostnaðaráætlun vegna framkvæmda í húsinu liggur fyrir.3 Hafnarstræti, göngugata, Skátagil - endurskoðun
Bæjarráð vísaði liðnum til framkvæmdaráðs á fundi sínum 18. janúar s.l.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga til samninga við Arkitektur.is um verkhönnun framkvæmda í göngugötunni á grundvelli framkominna teikninga. Lögð er áhersla á að framkvæmdir trufli sem minnst starfsemi í Miðbænum.
Bæjarstjórn 6. 2. 20014 Umhverfismál
Undir þessum lið mætti Tryggvi Marinósson umhverfisstjóri á fundinn og gerði grein fyrir tillögum um eftirgreinda liði:
1. Skiptingu fjár til framkvæmda og tækjakaupa.
2. Gjaldskrár.
3. Skólagarða.
Framkvæmdaráð samþykkir framkomnar tillögur varðandi framkvæmdir, tækjakaup og gjaldskrár.
Jakob Björnsson sat hjá við afgreiðslu gjaldskrárliðar.
Afgreiðslu á tillögum um starfsemi skólagarðanna er frestað til næsta fundar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


5 Kostnaður vegna gatnatenginga í norðurhluta Miðbæjar
2000040027
Vegna fyrirspurnar Ragnars Sverrissonar voru lagðar fram upplýsingar um kostnað við gatnatengingu í norðurhluta Miðbæjarins.
Ekki er áformað að ráðast í þessar framkvæmdir á þessu ári.6 Framkvæmdaáætlun 2001 - gatnagerð og fráveita
2001010103
Fram var lögð tillaga að framkvæmdaáætlun ársins 2001.
Tillagan var samþykkt.
Þá var ákveðið að taka áætlunina til endurskoðunar í lok mars nk. þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir um gatnagerðargjöld og nákvæmari kostnaðaráætlanir hafa verið unnar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


7 Verkfundagerðir
Ketilhús - verkfundargerð nr. 5.
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundagerðir nr. 13., 14. og 15.
Oddeyrarskóli - verkfundargerð nr. 10.
Fleira gerðist ekki. Fundi lauk kl. 12.25.