Framkvæmdaráð

2509. fundur 12. febrúar 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
16. fundur
12.02.2001 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Stefán Jóhannsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Giljaskóli - 2. áfangi
2001020100
Lögð var fram kostnaðaráætlun hönnuða vegna nýbyggingarinnar. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður kr. 413.350.000 að meðtöldum hönnunarkostnaði, opinberum gjöldum, tryggingum, lausum búnaði og eftirliti.
Einar Jóhannsson mætti til fundarins og kynnti áætlanirnar.
Framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa útboð á verkinu miðað við að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í byrjun skólaársins 2002-2003.
Bæjarstjórn 20. 2. 20012 Amtsbókasafn
2001020099
Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna nýbyggingar og breytinga á eldra húsi Amtsbókasafnsins. Heildar kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna með búnaðarkaupum og frágangi lóðar og umhverfis er kr. 408.000.000.
Magnús Garðarsson mætti til fundarins og kynnti framkomnar áætlanir.
Framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að skoða einstaka kostnaðarliði frekar og óskar frekari sundurliðunar á kostnaðarþáttum verksins fyrir næsta fund ráðsins.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að verkið verði boðið út í einu lagi, en að stefnt skuli að því að vinna verkið í aðalatriðum í eftirfarandi áföngum:
* á þessu ári verði unnið að uppsteypu á kjallara nýbyggingar
* á árinu 2002 verði unnið áfram í nýbyggingu
* á árinu 2003 verði unnið að lokafrágangi nýbyggingar og breytingum á eldra húsnæði
* á árinu 2004 verði unnið við frágang lóðar og búnaðarkaup.
Bæjarstjórn 20. 2. 2001
Bæjarráð 1. 3. 2001


3 Skólagarðar
Tekin fyrir að nýju skýrsla umhverfisstjóra sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins.
Umhverfisstjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir áætluðum kostnaði við uppbyggingu á nýjum skólagörðum og rekstri þeirra.
4 Rangárvellir
Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna flutnings gatnagerðar og umhverfisdeildar (gömlu). Lögð fram fundargerð 8. stjórnarfundar Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla ásamt uppdráttum af fyrirhuguðum byggingum og niðurstöður kannana á verðhugmyndum vegna tveggja skemmubygginga 18 x 45 m að gólfflatarmáli.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga til samninga við Eignarhaldsfélagið Rangárvelli um leigu á aðstöðu fyrir starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar á Rangárvöllum.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að framkvæmdir sem þessar á vegum Akureyrarbæjar verði boðnar út með formlegum hætti.
Bæjarstjórn 20. 2. 2001


5 Fjölnota íþróttahús
Formaður gerði grein fyrir gangi mála við undirbúning að byggingu fjölnota íþróttahúss.6 Verkfundagerðir
Sundlaug Akureyrar - verkfundargerð nr. 9.
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundargerð nr. 16.
Oddeyrarskóli - verkfundargerð nr. 11.7 Fasteignafélag Akureyrarbæjar
2000100094
Rætt um fyrirhugaða stofnun Fasteignafélags Akureyrarbæjar og er stefnt að því að leggja fram á næsta fundi framkvæmdaráðs tillögur að breytingum á erindisbréfi framkvæmdaráðs vegna þessa nýja verkefnis.

Að fundi loknum voru framkvæmdir við Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavöll skoðaðar.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.00.