Framkvæmdaráð

2523. fundur 26. febrúar 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
17. fundur
26.02.2001 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Halldórsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigurður Sigurðsson
Ármann Jóhannesson


1 Amtsbókasafn - nýbygging
1999110075
Til fundarins undir þessum lið mætti Magnús Garðarsson og lagði fram endurskoðaða kostnaðaráætlun vegna byggingarinnar. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar var sú að sáralitlar breytingar væri unnt að gera nema hvað varðaði frestun á búnaðarkaupum.


2 Viðhalds- og nýbyggingamál grunnskóla
Tekin var fyrir bókun í 1. lið fundargerðar skólanefndar frá 5. febrúar sl., en bæjarstjórn vísaði seinni hluta liðarins til framkvæmdaráðs á fundi sínum 20. febrúar sl.
Framkvæmdaráð telur óhjákvæmilegt að áfram verði haldið undirbúningi vegna nýs loftræsikerfis í Brekkuskóla (GA húsi) og að framkvæmdin verði boðin út eins fljótt og unnt er.
Varðandi "önnur forgangsverkefni" sem nefndin bókar um, þá bendir framkvæmdaráð á að ekki eru fjárveitingar til þessara verkefna á árinu og því verði þau að bíða.
Framkvæmdaráð óskar eftir frekari upplýsingum um þær úttektir sem fram hafa farið á nýtingarmöguleikum skólahúsnæðis Brekkuskóla.3 Bygging fjölnota íþróttahúss
2001020070
Fram var lögð frumáætlun um byggingu fjölnota íþróttahúss, sem unnin er af VST dags. dags. 22. febrúar sl. Áætlunin nær til byggingar hússins sjálfs, gervigrasvallar, tengibyggingar og lóðafrágangs. Kostnaður samtals er áætlaður 450 milljónir króna.


4 Verkfundargerðir
Sundlaug Akureyrar - Verkfundargerð nr. 10.
Leikskólinn Iðavöllur - Verkfundargerð nr. 17.
Oddeyrarskóli - Verkfundargerð nr. 12.
Ketilhús - Verkfundargerðir nr. 6, 7 og 8.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.20