Framkvæmdaráð

2541. fundur 12. mars 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
18. fundur
12.03.2001 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Fasteignir Akureyrarbæjar - breytt erindisbréf, skipurit ofl.
2000100094
a) Rætt var um nýtt verkefni framkvæmdaráðs, sem er stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar. Fram voru lögð drög að nýju erindisbréfi framkvæmdaráðs.
b) Fram var lögð tillaga að nýju skipuriti tækni- og umhverfissviðs og Fasteigna Akureyrarbæjar.
c) Farið var yfir lista yfir húseignir Bæjarsjóðs Akureyrar eins og þær voru í árslok 1999.
d) Ráðning framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar.
a) Framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindisbréfinu til bæjarráðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
b) Framkvæmdaráð samþykkir að vísa skipuritinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá beinir framkvæmdaráð því til bæjarráðs hvort ekki sé rétt að færa starfsemi Strætisvagna og Slökkviliðs Akureyrar undir framkvæmdadeild samhliða þessum breytingum.
c) Afgreiðslu frestað.
d) Framkvæmdaráð mælir með því við bæjarstjórn að Guðríður Friðriksdóttir verði ráðin í starfið.
Bæjarstjórn 20. mars 20012 Giljaskóli - 2. áfangi
2001020100
Tilboð voru opnuð í 2. áfanga Giljaskóla þann 6. mars sl. Tilboð bárust frá eftirtöldum þremur aðilum:
S.S. Byggi ehf.
kr. 300.028.242
91%
Tréverki ehf.
kr. 313.787.741
95%
SJS verktökum ehf.
kr. 352.812.483
107%
Kostnaðaráætlun
kr. 329 809.335
100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda S.S. Byggis ehf.
Bæjarstjórn 20. mars 20013 Nesjahverfi II b - gatnagerð og lagnir
Fimmtudaginn 8. mars voru tilboð opnuð í gatnagerð og lagnir í Nesjahverfi, áfanga II B. Tilboð bárust í verkið frá eftirtöldum sex aðilum:
Vörubílstjórafélaginu Val fh. bílstjóra
kr. 8.708.248
75,2%
Jarðverki hf. Dalvík
kr. 8.239.532
71,1%
Árna Helgasyni
kr. 10.734.600
92,6%
G.V. Gröfum ehf.
kr. 10.233.350
88,3%
Möl og sandi hf.
kr. 7.463.150
64,4%
G. Hjálmarssyni
kr. 8.410.000
72,6%
Kostnaðaráætlun
kr. 11.587.650
100,0%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Malar og sands hf.
Bæjarstjórn 20. mars 2001


4 Geislagata 9 - breytingar á 3. hæð
Einar Jóhannsson sat fundinn undir þessum lið og yfirfór kostnaðaráætlun fyrir verkið og svaraði fyrirspurnum.
Framkvæmdaráð heimilar að verkið verði boðið út.


5 Amtsbókasafn - viðbygging
2001020166
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum 1. mars sl.
Framkvæmdaráð bendir á að verktími viðbyggingar við Amtsbókasafnið mun ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða við afgreiðslu þriggja ára áætlunar bæjarsjóðs, en áætlunin er nú í vinnslu.


6 Trjáröð á lóð VMA meðfram Mýrarvegi og Hringteigi
2001020150
Erindi dags. 5. febrúar 2001 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem óskað er aðstoðar Akureyrarbæjar við frágang og gróðursetningu á lóð.
Bæjarráð vísaði erindinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum 1. mars sl.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og umhverfisstjóra að ræða við bréfritara.


7 Fjölnota íþróttahús
2001020070
Lögð var fram fundargerð verkefnisliðs byggingarinnar frá 8. mars sl. ásamt nýrri kostnaðaráætlun.8 Verkfundargerðir
Lagðar fram eftirtaldar verkfundargerðir:
Sundlaug Akureyrar - verkfundargerð nr. 11.
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundargerðir nr. 18 og 19.
Oddeyrarskóli - verkfundargerð nr. 13.
Ketilhús - verkfundargerð nr. 9.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11.20.