Framkvæmdaráð

2552. fundur 26. mars 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
19. fundur
26.03.2001 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Jakob Björnsson, fundarritari
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
1 Klettaborg - tilboð í gatnagerð og lagnir
2001030137
Miðvikudaginn 21. mars sl. voru opnuð tilboð í verkið.
Eftirfarandi fimm tilboð bárust:
Jarðverk hf., Dalvík -
kr. 45.514.680
99,8%
Möl og sandur hf. -
kr. 32.145.100
70,5%
GV Gröfur ehf. -
kr. 30.846.217
67,6%
GV Gröfur ehf. frávikstilboð -
kr. 34.246.217
75,1%
G. Hjálmarsson hf. -
kr. 33.200.100
72,8%
Kostnaðaráætlun -
kr. 45.620.300
72,8%

Framkvæmdaráð samþykkir að taka lægsta tilboði, þ.e. aðaltilboði frá GV Gröfum ehf.
Bæjarstjórn 3. mars 2001


2 Miðbæjarsamtök Akureyrar
2000040020
Lögð fram ályktun Miðbæjarsamtakanna dags. 25. febrúar sl., þar sem samtökin lýsa ánægju sinni með tillögur að breyttu skipulagi göngugötunnar og Ráðhústorgsins og fyrirhuguðum framkvæmdum á grunni þeirra tillagna sem samþykktar hafa verið. Í bréfinu er þess óskað að framkvæmdum verði hraðað og þeim verði lokið fyrir aðal ferðamannatímann og eigi síðar en 15. júní nk.
Fram kom að verið er að ganga frá samningum við hönnuði og að útboðsgögn verði tilbúin um máðamótin júní/júlí og að verkið hefjist um miðjan ágúst nk.
3 Fjölnota íþróttahús - fundargerð verkefnisliðs dags. 15. mars 2001
2001020070
Fram kemur í fundargerðinni að forvalsgögn liggja fyrir.
Framkvæmdaráð óskar eftir afstöðu bæjarráðs til þeirra hugmynda sem fram koma í fundargerðinni og áætlun framkvæmdadeildar um framvindu verksins.
Bæjarstjórn 3. mars 20014 Amtsbókasafn - viðbygging - endurbætur
2001020166
Formaður upplýsti að útboðsgögn vegna viðbyggingar og endurbóta Amtsbókasafns væru tilbúin.
Framkvæmdaráð heimilar að framkvæmdir verði boðnar út á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Bæjarstjórn 3. mars 2001

Fleira gerðist ekki.
Fundi lauk kl. 10.40.