Framkvæmdaráð

2573. fundur 23. apríl 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
21. fundur.
23.04.2001 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ásta Sigurðardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21, Guðmundur Sigvaldason, sat fundinn að hluta.


1 Sorphirða - sorpeyðing
2000090034
Farið var yfir stöðu sorphirðu og sorpeyðingar á Akureyri.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar/framkvæmdastjóri Sorpsamlags Eyjafjarðar og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 fóru yfir og gerðu grein fyrir stöðu mála.
Fram var lögð greinargerð vegna ferðar til Västerås, sem farin var til að afla upplýsinga um jarðgerð lífræns úrgangs sem þar fer fram.
Einnig lagt fram ágrip af umhverfismati á Glerárdal.
Framkvæmdaráð frestar fyrri ákvörðun á útboði um sorphirðu og felur tæknideild að vinna aðgerðaráætlun um sorphirðu og förgun til framtíðar.

Fundi slitið kl. 11.00.