Framkvæmdaráð

2597. fundur 16. júlí 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
26. fundur
16.07.2001 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
1 Skíðastaðir - ný stólalyfta
2001060002
Lögð fram álitsgerð forstöðumanns vegna kaupa á nýrri stólalyftu ásamt afriti af bréfi til Leitner með rökstuðningi fyrir valinu. Kaupin á lyftunni voru ákveðin á fundi bæjarráðs þann 12. júlí sl.
Forstöðumaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins. Heildarkostnaður verksins er áætlaður 160 milljónir króna. Framkvæmdadeild er falið að sjá um framkvæmd verksins.
Bæjarráð 19. júlí 2001


2 Skorkort - starfsáætlanir
Fram var lagt minnisblað sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs um hvernig fyrirhugað er að standa að vinnu við gerð starfsáætlana fyrir næsta ár.
Stefnt er að vinnufundi laugardaginn 11. ágúst


3 Bréf Gísla Sigurgeirssonar dags. 3. júlí sl. varðandi aðkomu að Tónatröð 11
2001070015
Í bréfi Gísla er m.a. óskað úrbóta um aðkomu að húseign hans við Tónatröð.
Sviðstjóri lagði fram samþykkt bæjarráðs um lóðina Tónatröð 11 frá 7. júlí 1994. Í tilefni af fram komnu erindi þá óskar framkvæmdaráð eftir því við umhverfisráð að svæðið við Tónatröð og Steinatröð verði tekið til endurskipulagningar. Þá felur framkvæmdaráð framkvæmdadeild að leita leiða til að lagfæra heimkeyrsluna að Tónatröð 11.


4 Glerárgil efra og umhverfi þess
2001070005
Lagt var fram minnisblað Jóns Inga Cæsarssonar, formanns náttúruverndarnefndar dags. 26. júní sl. vegna skoðunar á Glerárgili og nágrenni þess. Ýmsar ábendingar komu fram um nauðsyn hreinsunar og betri umgengni á svæðinu.
Framkvæmdadeild er falið að vinna að hreinsun á svæðinu.


5 Gatnagerð og fráveita
Framlagt reikningsyfirlit fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.6 Staða framkvæmda í umhverfismálum
Umhverfisstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.7 Önnur mál
Fyrir var tekin fyrirspurn eiganda verslunarinnar Síðu um hugsanlega aðkomu Akureyrarbæjar að malbikun bílastæða við verslunina.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.