Framkvæmdaráð

2610. fundur 13. ágúst 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
27. fundur
13.08.2001 kl. 09:00 - 10:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson1 Hafnarstræti - göngugata. Tilboð ásamt áætlun um heildarkostnað
2001050138
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
G.Hjálmarsson ehf.
kr. 48.987.985
133,0%
G.V.Gröfur ehf.
" 64.383.362
174,8%
Kostnaðaráætlun verkkaupa
" 36.882.160
100,0%
Framkvæmdaráð hafnar þeim tilboðum sem í verkið bárust og felur tæknideild og formanni framkvæmdaráðs að fara yfir hönnun verksins áður en það verður boðið út á nýjan leik.2 Hlíðarfjall - stólalyfta. Tilboð í undirstöður
2001060002
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Árfell ehf.
kr. 17.221.075
82,0%
Katla ehf.
" 18.144.500
86,4%
Hagleiksmenn ehf.
" 18.422.600
87,7%
Trésm. Ásgríms Magnússonar
" 19.172.200
91,3%
Timbra ehf.
" 21.052.400
100,2%
Hyrna ehf.
" 23.660.500
112,6%
Kostnaðaráætlun verkkaupa
" 21.000.000
100,0%

Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Árfell ehf. um verkið.
Lögð var fram endurskoðuð áætlun frá forstöðumanni Skíðastaða, þar sem fram kemur að heildarkostnaðaráætlun verksins er kr. 156.554.163.3 Ráðhústorg - Skátagil. Höfundarréttarmál
2000010034
Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins. Fram var lagt bréf Lögfræðistofunnar Sóleyjargötu 17 sf. ásamt greinargerð bæjarverkfræðings og bæjarlögmanns og svarbréf bæjarverkfræðings til Lögfræðistofunnar.4 Hafnarstræti 23b - jarðvegsskrið úr brekku
2001070062
Fram var lagt bréf húseiganda, Arnars Birgissonar dags. 17. júlí sl. ásamt minnispunktum sviðsstjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar, en bæjarráð vísaði erindi þessu til framkvæmdaráðs á fundi sínum 26. júlí sl.
Framkvæmdaráð fellst ekki á ábyrgð Akureyrarbæjar á framkvæmdinni og hafnar því ósk um aðkomu bæjarins að henni.5 Gatnagerðargjöld - Endurskoðun áætlunar.
2001030116
Farið var yfir nýja áætlun um tekjur bæjarins af gatnagerðargjöldum á árinu 2001. Ljóst er að nokkuð vantar á að áætlaðar tekjur náist.
Framkvæmdaráð vísar endurskoðaðri tekjuáætlun til bæjarráðs
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.