Framkvæmdaráð

2823. fundur 27. ágúst 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
30. fundur
27.08.2001 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Kostnaðaráætlun unnin af VST - vegna breytinga á reiðbrú yfir Glerá
2001050087
Áætlunin sem gerir ráð fyrir því að handriðið verði allt endurnýjað og dekk brúarinnar að hluta er að upphæð 1,5 millj. kr.
Framkvæmdaráð samþykkir að ráðast í framkvæmdina og felur tæknideild úrvinnslu málsins.


2 Fjárhagsáætlun 2002 - Strætisvagnar Akureyrar
2001080054
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun SVA fyrir næsta ár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


3 Fjárhagsáætlun 2002 - Umhverfismál
2001080054
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun umhverfismála fyrir næsta ár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


4 Fjárhagsáætlun 2002 - Hreinlætismál
2001080054
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun hreinlætismála fyrir næsta ár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.5 Framkvæmdir við göngugötu
2001050138
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála og þeim viðræðum sem átt hafa sér stað við aðila málsins í framhaldi af bókun framkvæmdaráðs á síðasta fundi.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela Arkitektastofunni Batteríinu að vinna að breytingu á hönnun Ráðhússtorgs í framhaldi af breytingu á göngugötu í samvinnu við Arkitektastofuna Arkitektur.is og er stefnt að því að því verki verði lokið í haust.
Bæjarráð 29.8.2001

Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum leggur framkvæmdaráð til að gengið verði til viðræðna við lægstbjóðanda í verkið G. Hjálmarsson ehf. um framkvæmdir við göngugötuna.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslu síðari hluta bókunarinnar.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.