Framkvæmdaráð

2867. fundur 05. október 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
32. fundur
05.10.2001 kl. 08:15 - 09:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Skíðastaðir - stólalyfta
Lagðar fram verkfundargerðir 1 - 5, ásamt tímaáætlun og yfirliti yfir greiðslustöðu.2 Fjölskyldustefna
Lögð fram tillaga að fjölskyldustefnu dags. í ágúst 2001.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að ganga frá hluta framkvæmdaráðs í fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.3 Reiðbrú á Glerá
Tilboð í reiðbrú á Glerá voru opnuð 2. október 2001.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Trésmiðja Ásgríms Magnússonar
kr. 2.004.000
160,3%
Véla og Stálsmiðjan ehf.
kr. 1.576.495
126,1%
Málmtak ehf.
kr. 1.993.596
159,5%
Vélaverkstæði Dalvíkur
kr. 1.947.180
155,8%
Kristján Jónasson
kr. 1.652.890
132,2%
Kostnaðaráætluln verkkaupa
kr. 1.250.000
100%

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Véla og Stálsmiðjunnar hf. í verkið.
Bæjarstjórn 16. október 2001


4 Lækjargata, gatnagerð og lagnir
Tilboð í gatnagerð og lagnir í Lækjargötu voru opnuð 3. október 2001.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Möl og sandur hf.
kr. 9.574.350
93,1%
G. V. gröfur ehf.
kr. 9.808.550
95,4%
G. Hjálmarsson hf.
kr. 10.854.000
105,5%
Kostnaðaráætlun verkkaupa
kr. 10.281.300
100%

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Malar og Sands hf. í verkið.
Bæjarstjórn 16. október 2001
5 Miðbæjarsamtök Akureyrar - umferð um Hafnarstræti
2000040020
Lagt fram ódagsett bréf formanns Miðbæjarsamtakanna, sem vísað var úr bæjarráði.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en bendir á að stefnt er að því að bjóða verkið út strax eftir áramót og því verði lokið fyrir sumarbyrjun.
Bæjarstjórn 16. október 20016 Önnur mál
Efnisflutningar úr Naustahverfi.
Því er beint til tækni- og umhverfissviðs að kanna hvernig efnisflutningum í tengslum við uppbyggingu Naustahverfis verði háttað.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.