Framkvæmdaráð

2880. fundur 19. október 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
33. fundur
19.10.2001 kl. 08:15 - 09:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari1 Hafnarstræti - göngugata
2000040020
Bæjarstjórn 16. október 2001 vísaði til framkvæmdaráðs eftirfarandi úr bókun umhverfisráðs frá 10. október s.l.:
"Umhverfisráð samþykkir einnig að fela tæknideild að gera tillögur að lágmarksbreytingum til þess að gatan geti talist vistgata.
Jafnframt beinir umhverfisráð því til bæjarráðs að útboði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verði frestað um óákveðinn tíma".
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að gera nauðsynlegar breytingar þannig að gatan verði vistgata með lágmarks tilkostnaði.
Jafnframt leggur framkvæmdaráð til að útboð á breytingum á götunni samkvæmt fyrirliggjandi gögnum fari fram í byrjun næsta árs.

Bæjarstjórn 6. nóvember 2001


2 Naustahverfi 1. áfangi - framkvæmdir.
2001100058
Umræður um fyrirhugaðar framkvæmdir sbr. bókun í fundargerð framkvæmdaráðs 5. október,
6. liður.
Framkvæmdaráð beinir því til umhverfisráðs að taka sem fyrst afstöðu til legu "Mjólkursamlagsvegar". Þá felur framkvæmdaráð framkvæmdadeild að gera kostnaðaráætlun um framkvæmdir við gatnagerð í 1. áfanga Naustahverfis og "Mjólkursamlagsvegar".


3 Framkvæmdamiðstöð - flutningar
2001060106
Gerð grein fyrir flutningum og væntanlegri gangsetningu framkvæmdamiðstöðvar.


4 Verkfundargerðir
Lagðar fram verkfundargerðir 6 - 8 vegna stólalyftu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.